Frábær dagur hjá Valdísi Þóru sem er komin upp í fjórða sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2018 13:58 Valdís Þóra Jónsdóttir komst upp í hóp efstu kylfinga með frábærri spilamennsku. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði frábærlega á öðrum degi Investec golfmótsins í Suður Afríku í dag en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Valdís Þóra spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum í gær og var því 27 sætum frá toppnum. Hún fann sig hinsvegar miklu betur í dag og lék þá á þremur höggum undir pari. Valdís Þóra fékk fjóra fugla á fyrstu níu holunum og var þar með komin tvö högg undir par samanlagt. Einn fugl og einn skolli á næstu átta holum en svo fékk hún skolla á átjándu holunni. Valdís hefur þar með tapað þremur höggum á átjándu holunni því hún fékk skramba á henni í gær. Valdís lék því á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Hún er því ða einu höggi undir pari samtals og kom inn í fjórða sætinu. Valdís Þóra er þvi í toppbaráttunni fyrir lokahringinn en leiknar verða aðeins 54 holur og mótinu lýkur því á morgun. Þetta er annað LET-mótið á stuttum tíma þar sem Valdís Þóra er í toppbaráttunni en hún varð í þriðja sæti á Ladies Classic Bonville mótinu sem fram fór í Ástralíu í febrúar. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði frábærlega á öðrum degi Investec golfmótsins í Suður Afríku í dag en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Valdís Þóra spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum í gær og var því 27 sætum frá toppnum. Hún fann sig hinsvegar miklu betur í dag og lék þá á þremur höggum undir pari. Valdís Þóra fékk fjóra fugla á fyrstu níu holunum og var þar með komin tvö högg undir par samanlagt. Einn fugl og einn skolli á næstu átta holum en svo fékk hún skolla á átjándu holunni. Valdís hefur þar með tapað þremur höggum á átjándu holunni því hún fékk skramba á henni í gær. Valdís lék því á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Hún er því ða einu höggi undir pari samtals og kom inn í fjórða sætinu. Valdís Þóra er þvi í toppbaráttunni fyrir lokahringinn en leiknar verða aðeins 54 holur og mótinu lýkur því á morgun. Þetta er annað LET-mótið á stuttum tíma þar sem Valdís Þóra er í toppbaráttunni en hún varð í þriðja sæti á Ladies Classic Bonville mótinu sem fram fór í Ástralíu í febrúar.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira