Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2018 09:15 Bjarni Hilmar telur fullvíst að í huga lögreglu hafi hann verið vafasamur pappír, giftur helmingi yngri konu og dóttir hans flækt í stórt fíkniefnamál. Þeir hlutu að telja hann ótýndan krimma. visir/hanna Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna eiganda bloggsíðunnar kvenfrelsi.wordpress.com. Þetta segir lögmaður Bjarna, Einar Hugi Bjarnason, í samtali við Vísi en málið verður þingfest í héraðsdómi í dag.Bjarni Hilmar sagði sögu sína í viðtali við Vísi þann 9. febrúar. Lýsti hann hjónabandi sínu við Susan Mwihaki frá Kenýa sem framdi sjálfsvíg í júní 2016. Var Bjarni Hilmar handtekinn á vettvangi og sat inni í tæpan sólarhring grunaður um aðild að dauða hennar.Reyndi sjálfsvíg fyrr um kvöldiðÍ greinargerð ríkislögmanns kemur fram að Susan hafi reynt sjálfsvíg fyrr um kvöldið. Þá hafi lögregla lagt hald á 500 þúsund krónur á vettvangi og ferðatöskur hafi verið teknar fram. Þá þótti lögreglu hegðun Bjarna á vettvangi skrýtin. Var honum tilkynnt á lögreglustöðinni að hann væri grunaður um að hafa orðið henni að bana. Rannsóknin á málinu stóð yfir í um hálft ár en þá var Bjarna Hilmari tilkynnt að henni væri lokið. Í stefnu segir að við mat á miska verði að hafa í huga að Bjarni Hilmar hafi verið ranglega sakaður um aðild að svívirðilegu og alvarlegu refsiverðu broti, það er að hafa ráðið eiginkonu sinni bana.„Þurfti hann ekki aðeins að þola niðurlægjandi handtöku og frelsissviptingu vegna málsins heldur mikla fordæmingu af hálfu samfélagsins,“ segir í stefnunni. Aðalmeðferð í málinu fór fram þann 9. febrúar og er niðurstöðu héraðsdóms að vænta í málinu á næstu dögum.Einar Hugi segist hafa gefið Elísabetu færi til að draga orð sín til baka og biðjast afsökunar. Hún hafi neitað því.Vísir/EyþórFullyrt gegn betri vitundEinar Hugi sendi eiganda bloggsíðunnar, Elísabetu Ýri Atladóttur, bréf um miðjan febrúar þar sem henni var gefinn kostur á biðjast opinberlega afsökunar og fjarlægja grein af vefsvæði hennar. Einar Hugi telur að í greininni finnist ærumeiðandi aðdróttanir. Grein Elísabetar ber titilinn „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“ og var mynd af Bjarna Hilmari birt með færslunni. Einar Hugi segir fyrirsögnina skrumstælingu á fyrirsögn viðtals Vísis við Bjarna sem bar titilinn „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Einar Hugi segir að þarna sé fullyrt gegn betri vitund, að Bjarni Hilmar sé grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. „Höfundur veit vitaskuld sem er að rannsókn lögreglu var felld niður og niðurstaða krufningar var sú að um sjálfsvíg hafi verið að ræða,“ segir í bréfi Einars Huga til Elísabetar.„Drullusama um hana“Einar Hugi segir að lögmaður Elísabetar Ýrar hafi þegar brugðist við bréfinu og ætli hún ekki að verða við kröfunni um að fjarlægja greinina og biðjast afsökunar. Meðal annarra ummæla sem Einar Hugi telur ærumeiðandi í grein Elísabetar Ýrar má nefna:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Í bréfinu til Elísabetar segir að Bjarna Hilmari finnist með ólíkindum að hún leyfi sér að fullyrða um hjónaband Bjarna og Susan í ljósi þess að hún þekki þau ekkert svo vitað sé.„Þá er hvergi á það minnst í grein þinni að fyrir liggur að rannsókn lögreglu á málinu var hætt eftir að krufning leiddi í ljós að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Þrátt fyrir það gefur þú þér að andlátið hafi borið af með saknæmum hætti.“ Tengdar fréttir Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna eiganda bloggsíðunnar kvenfrelsi.wordpress.com. Þetta segir lögmaður Bjarna, Einar Hugi Bjarnason, í samtali við Vísi en málið verður þingfest í héraðsdómi í dag.Bjarni Hilmar sagði sögu sína í viðtali við Vísi þann 9. febrúar. Lýsti hann hjónabandi sínu við Susan Mwihaki frá Kenýa sem framdi sjálfsvíg í júní 2016. Var Bjarni Hilmar handtekinn á vettvangi og sat inni í tæpan sólarhring grunaður um aðild að dauða hennar.Reyndi sjálfsvíg fyrr um kvöldiðÍ greinargerð ríkislögmanns kemur fram að Susan hafi reynt sjálfsvíg fyrr um kvöldið. Þá hafi lögregla lagt hald á 500 þúsund krónur á vettvangi og ferðatöskur hafi verið teknar fram. Þá þótti lögreglu hegðun Bjarna á vettvangi skrýtin. Var honum tilkynnt á lögreglustöðinni að hann væri grunaður um að hafa orðið henni að bana. Rannsóknin á málinu stóð yfir í um hálft ár en þá var Bjarna Hilmari tilkynnt að henni væri lokið. Í stefnu segir að við mat á miska verði að hafa í huga að Bjarni Hilmar hafi verið ranglega sakaður um aðild að svívirðilegu og alvarlegu refsiverðu broti, það er að hafa ráðið eiginkonu sinni bana.„Þurfti hann ekki aðeins að þola niðurlægjandi handtöku og frelsissviptingu vegna málsins heldur mikla fordæmingu af hálfu samfélagsins,“ segir í stefnunni. Aðalmeðferð í málinu fór fram þann 9. febrúar og er niðurstöðu héraðsdóms að vænta í málinu á næstu dögum.Einar Hugi segist hafa gefið Elísabetu færi til að draga orð sín til baka og biðjast afsökunar. Hún hafi neitað því.Vísir/EyþórFullyrt gegn betri vitundEinar Hugi sendi eiganda bloggsíðunnar, Elísabetu Ýri Atladóttur, bréf um miðjan febrúar þar sem henni var gefinn kostur á biðjast opinberlega afsökunar og fjarlægja grein af vefsvæði hennar. Einar Hugi telur að í greininni finnist ærumeiðandi aðdróttanir. Grein Elísabetar ber titilinn „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“ og var mynd af Bjarna Hilmari birt með færslunni. Einar Hugi segir fyrirsögnina skrumstælingu á fyrirsögn viðtals Vísis við Bjarna sem bar titilinn „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Einar Hugi segir að þarna sé fullyrt gegn betri vitund, að Bjarni Hilmar sé grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. „Höfundur veit vitaskuld sem er að rannsókn lögreglu var felld niður og niðurstaða krufningar var sú að um sjálfsvíg hafi verið að ræða,“ segir í bréfi Einars Huga til Elísabetar.„Drullusama um hana“Einar Hugi segir að lögmaður Elísabetar Ýrar hafi þegar brugðist við bréfinu og ætli hún ekki að verða við kröfunni um að fjarlægja greinina og biðjast afsökunar. Meðal annarra ummæla sem Einar Hugi telur ærumeiðandi í grein Elísabetar Ýrar má nefna:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Í bréfinu til Elísabetar segir að Bjarna Hilmari finnist með ólíkindum að hún leyfi sér að fullyrða um hjónaband Bjarna og Susan í ljósi þess að hún þekki þau ekkert svo vitað sé.„Þá er hvergi á það minnst í grein þinni að fyrir liggur að rannsókn lögreglu á málinu var hætt eftir að krufning leiddi í ljós að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Þrátt fyrir það gefur þú þér að andlátið hafi borið af með saknæmum hætti.“
Tengdar fréttir Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04