Rafbílar valda deilum í fjöleignahúsum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:25 Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.
Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00