ASÍ ætlar að þvinga Primera Air að samningaborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2018 18:41 Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. Fjórir fundir hafa verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara án þess að fulltrúar Primera hafi látið sjá sig á þeim fundum. Félagsdómur úrskurðaði í nóvember að boðuð vinnustöðvun Flugfreyjufélags Íslands væri ólögmætt þar sem deilu félagsins við Primera Air hefði aldrei verið vísað til Ríkissáttasemjara til úrlausnar. Forráðamenn Primera telja sig ekki vera á íslenskum vinnumarkaði. Félagið hafi heldur enga flugliða á launaskrá og því séu engir starfsmenn hjá félaginu félagar í Flugfreyjufélagi Íslands. Þess vegna sé ekki um neitt að semja við Primera Air á Íslandi. Magnús Norðdahl lögfræðingur Alþýðusambandsins segir persónuverndarlög verja aðild fólks að verkalýðsfélögum. „Verkalýðshreyfingin er nú einmitt starfandi og verkalýðsfélög voru stofnuð til þess að verja einstaklinga. Þannig að þú þurfir ekki að etja einstaklingum fram í átökum við atvinnurekendur. Þess vegna semjum við sameiginlega í kjarasamningum. Þess vegna er það að krefjast að lagðir séu fram nafnalistar yfir félagsmenn í Flugfreyjufélaginu í þessu sambandi fáránlegt,“ segir Magnús. Þegar reynt er að ná sambandi við fyrirtækið svarar þjónustufulltrúi í útlöndum sem veit ekki hvort Primera hafi yfirleitt skrifstofu, hvar hún þá væri og hefur engar upplýsingar um hvernig hægt væri að ná sambandi við forráðamenn fyrirtækisins. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir Primera ekki hafa sent fulltrúa sína á fjóra boðaða samningafundi með fulltrúum Flugfreyjufélagins hjá Ríkissáttasemjara. „Vandinn í þessu máli er þessi ágreiningur um hvort að fyrirtækið tilheyri íslenskum vinnumarkaði. Ég vonast til að úr honum verði leyst fyrr eða síðar. Það er ekki á mínu borði. Það yrði væntanlega Félagsdómur sem myndi skera úr um það. Vonandi skýrist það fyrr en síðar og við kannski metum okkar stöðu líka í ljósi þess,“ segir Bryndís. Í yfirlýsingu boðar Primera einmitt að félagið muni vísa málinu til Félagsdóms en næsti samningafundur hefur verið boðaður hinn 7. febrúar.Segir Primera eiga að lúta sömu reglum og önnur flugfélögFélagið fær alla sína flugliða í gegnum erlenda starfsmannaleigu sem Magnús Norðdahl segir Alþýðusambandinu ekki hafa tekist að finna. „Við teljum að þeir séu á íslenskum vinnumarkaði einfaldlega vegna þess að þetta er fyrirtæki skráð á evrópska efnahagssvæðinu sem kemur til Íslands til að veita þjónustu á Íslandi og frá Íslandi. Er hér með starfsmenn í tvo til þrjá mánuði í einu. Er að fljúga farþegum frá Íslandi og til baka í nákvæmlega sömu starfsemi og aðrir eru að rækja hér á Íslandi. Sem telja sig og heyra undir íslenskan vinnumarkað. Um þá gilda bara ekkert aðrar reglur en um önnur fyrirtæki sem starfa á Íslandi,“ segir Magnús. Önnur erlend flugfélög sem fljúgi til Íslands skrái sig í öðrum löndum og geri starfsemi sína út frá þeim og fari að lögum þeirra landa. En Primera geri út frá Íslandi varðandi flug þaðan.Hvað getur það gengið lengi að einungis annar aðilinn mæti til samningafunda?„Að lokum kemur að því að aðili sest til samninga. Til þess þarf þá að þvinga hann. Það er það sem er í gangi núna og við erum að undirbúa að það verði farið af stað að nýju með verkfallsaðgerðir á hendur þessu fyrirtæki,“ segir Magnús. Boðað verði til þeirra aðgerða á næstunni. Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. Fjórir fundir hafa verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara án þess að fulltrúar Primera hafi látið sjá sig á þeim fundum. Félagsdómur úrskurðaði í nóvember að boðuð vinnustöðvun Flugfreyjufélags Íslands væri ólögmætt þar sem deilu félagsins við Primera Air hefði aldrei verið vísað til Ríkissáttasemjara til úrlausnar. Forráðamenn Primera telja sig ekki vera á íslenskum vinnumarkaði. Félagið hafi heldur enga flugliða á launaskrá og því séu engir starfsmenn hjá félaginu félagar í Flugfreyjufélagi Íslands. Þess vegna sé ekki um neitt að semja við Primera Air á Íslandi. Magnús Norðdahl lögfræðingur Alþýðusambandsins segir persónuverndarlög verja aðild fólks að verkalýðsfélögum. „Verkalýðshreyfingin er nú einmitt starfandi og verkalýðsfélög voru stofnuð til þess að verja einstaklinga. Þannig að þú þurfir ekki að etja einstaklingum fram í átökum við atvinnurekendur. Þess vegna semjum við sameiginlega í kjarasamningum. Þess vegna er það að krefjast að lagðir séu fram nafnalistar yfir félagsmenn í Flugfreyjufélaginu í þessu sambandi fáránlegt,“ segir Magnús. Þegar reynt er að ná sambandi við fyrirtækið svarar þjónustufulltrúi í útlöndum sem veit ekki hvort Primera hafi yfirleitt skrifstofu, hvar hún þá væri og hefur engar upplýsingar um hvernig hægt væri að ná sambandi við forráðamenn fyrirtækisins. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir Primera ekki hafa sent fulltrúa sína á fjóra boðaða samningafundi með fulltrúum Flugfreyjufélagins hjá Ríkissáttasemjara. „Vandinn í þessu máli er þessi ágreiningur um hvort að fyrirtækið tilheyri íslenskum vinnumarkaði. Ég vonast til að úr honum verði leyst fyrr eða síðar. Það er ekki á mínu borði. Það yrði væntanlega Félagsdómur sem myndi skera úr um það. Vonandi skýrist það fyrr en síðar og við kannski metum okkar stöðu líka í ljósi þess,“ segir Bryndís. Í yfirlýsingu boðar Primera einmitt að félagið muni vísa málinu til Félagsdóms en næsti samningafundur hefur verið boðaður hinn 7. febrúar.Segir Primera eiga að lúta sömu reglum og önnur flugfélögFélagið fær alla sína flugliða í gegnum erlenda starfsmannaleigu sem Magnús Norðdahl segir Alþýðusambandinu ekki hafa tekist að finna. „Við teljum að þeir séu á íslenskum vinnumarkaði einfaldlega vegna þess að þetta er fyrirtæki skráð á evrópska efnahagssvæðinu sem kemur til Íslands til að veita þjónustu á Íslandi og frá Íslandi. Er hér með starfsmenn í tvo til þrjá mánuði í einu. Er að fljúga farþegum frá Íslandi og til baka í nákvæmlega sömu starfsemi og aðrir eru að rækja hér á Íslandi. Sem telja sig og heyra undir íslenskan vinnumarkað. Um þá gilda bara ekkert aðrar reglur en um önnur fyrirtæki sem starfa á Íslandi,“ segir Magnús. Önnur erlend flugfélög sem fljúgi til Íslands skrái sig í öðrum löndum og geri starfsemi sína út frá þeim og fari að lögum þeirra landa. En Primera geri út frá Íslandi varðandi flug þaðan.Hvað getur það gengið lengi að einungis annar aðilinn mæti til samningafunda?„Að lokum kemur að því að aðili sest til samninga. Til þess þarf þá að þvinga hann. Það er það sem er í gangi núna og við erum að undirbúa að það verði farið af stað að nýju með verkfallsaðgerðir á hendur þessu fyrirtæki,“ segir Magnús. Boðað verði til þeirra aðgerða á næstunni.
Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44
Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45