Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2018 12:02 Menn eru komnir langt á veg með að tvöfalda styrk koltvísýrings í lofthjúpnum. Spurningin er hversu næmt loftslagið er nákvæmlega fyrir þeirri breytingu. Vísir/AFP Aðstandendur nýrrar rannsóknar segja að hún dragi úr óvissu um hversu mikið jörðin mun hlýna með tvöföldun styrks gróðurhúsalofttegunda um 60%. Niðurstaðan bendir til þess að hlýnun verði ekki eins mikil og óttast var að hún gæti orðið mest. Líklegra sé hins vegar að hún verði meiri en bjartsýnni sviðsmyndir spáðu fyrir um. Menn eru um það bil hálfnaðir með að tvöfalda styrk koltvísýrings í lofthjúpnum með brennslu á jarðefnaeldsneyti, landbúnaði og landnotkun sinni. Styrkurinn var 280 hlutar af milljón fyrir iðnbyltingu en er nú 405 hlutar af milljón. Eitt stærsta spurningarmerkið í rannsóknum á hversu mikið loftslag jarðar mun hlýna í kjölfarið varðar hversu næmt loftslagslagið er fyrir hækkandi styrk koltvísýrings í lofthjúpnum. Loftslagslíkön hafa gefið niðurstöður á töluvert breiðu bili fyrir tvöföldun styrksins. Þannig hefur möguleg hlýnun verið talin geta orðið á bilinu 1,5 til 4,5°C fyrir lok þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 2°C og reyna að takmarka hana við 1,5°C ef hægt er.Litlar líkur á mestu og minnstu hlýnuninni Markmið rannsóknar þriggja vísindamanna við Exeter-háskóla og Vistfræði- og vatnafræðimiðstöð Bretlands var að draga úr óvissunni um næmni loftslagsins, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature. Rannsakendurnir skoðuðu árlegar náttúrulegar sveiflur í lofslaginu sem eru óháðar styrk gróðurhúsalofttegunda og hvernig þær tengdust næmi kerfisins.Ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga þurfa menn að draga hratt úr notkun jarðefnaeldsneytis og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og sólarorku.Vísir/AFPNiðurstaða þeirra er að litlar líkur séu á mestu mögulegu hlýnuninni samkvæmt líkönunum. Slæmu fréttirnar eru hins vegar að þeir telja einnig að litlar líkur séu að hlýnunin verði á lægri enda bilsins. Þannig séu innan við 3% líkur á að hlýnunin verði 1,5°C eða minni við tvöföldun styrks koltvísýrings og innan við 1% á að hún verði 4,5°C eða meiri. „Við teljum að líklegasta bilið sé 2,2 til 3,4°C svo það gerir frekar lítið úr spám um mikla næmni loftslag fyrir ofan 4°C og litla næmni fyrir neðan 2°C,“ segir Peter Cox frá Exeter-háskóla við bandaríska dagblaðið. Miðgildi mögulegrar hlýnunnar væri því 2,8°C fyrir lok aldarinnar, aðeins lægra en þær 3°C sem bilið með meiri óvissu gefur til kynna.Stangast á við sambærilega rannsókn Cox segir jafnframt að séu niðurstöður þeirra félaganna réttar þá séu menn líklega við það að fara yfir 1,5°C-mörkin úr Parísarsamkomulaginu en hugsanlegt sé að halda hlýnuninni innan við 2°C. Nýja rannsóknin er þó fjarri því að svara spurningunni um næmni loftslagsins fyrir gróðurhúsalofttegundum endanlega. Þannig stangast niðurstöður hennar á við svipaða rannsókn sem birtist í fyrra. Höfundar hennar komust að þeirri niðurstöðu að loftslagslíkön sem fanga best núverandi aðstæður í loftslagi jarðar séu jafnframt þau sem geri ráð fyrir mestri hlýnun í framtíðinni með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þannig gæti hlýnun orðið jafnvel enn meiri en óttast hefur verið. Sú rannsókn byggði á annarri aðferð en sú nýja. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. 7. desember 2017 14:44 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. 14. nóvember 2017 15:20 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Aðstandendur nýrrar rannsóknar segja að hún dragi úr óvissu um hversu mikið jörðin mun hlýna með tvöföldun styrks gróðurhúsalofttegunda um 60%. Niðurstaðan bendir til þess að hlýnun verði ekki eins mikil og óttast var að hún gæti orðið mest. Líklegra sé hins vegar að hún verði meiri en bjartsýnni sviðsmyndir spáðu fyrir um. Menn eru um það bil hálfnaðir með að tvöfalda styrk koltvísýrings í lofthjúpnum með brennslu á jarðefnaeldsneyti, landbúnaði og landnotkun sinni. Styrkurinn var 280 hlutar af milljón fyrir iðnbyltingu en er nú 405 hlutar af milljón. Eitt stærsta spurningarmerkið í rannsóknum á hversu mikið loftslag jarðar mun hlýna í kjölfarið varðar hversu næmt loftslagslagið er fyrir hækkandi styrk koltvísýrings í lofthjúpnum. Loftslagslíkön hafa gefið niðurstöður á töluvert breiðu bili fyrir tvöföldun styrksins. Þannig hefur möguleg hlýnun verið talin geta orðið á bilinu 1,5 til 4,5°C fyrir lok þessarar aldar. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnuninni innan við 2°C og reyna að takmarka hana við 1,5°C ef hægt er.Litlar líkur á mestu og minnstu hlýnuninni Markmið rannsóknar þriggja vísindamanna við Exeter-háskóla og Vistfræði- og vatnafræðimiðstöð Bretlands var að draga úr óvissunni um næmni loftslagsins, að því er segir í umfjöllun Washington Post. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature. Rannsakendurnir skoðuðu árlegar náttúrulegar sveiflur í lofslaginu sem eru óháðar styrk gróðurhúsalofttegunda og hvernig þær tengdust næmi kerfisins.Ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga þurfa menn að draga hratt úr notkun jarðefnaeldsneytis og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og sólarorku.Vísir/AFPNiðurstaða þeirra er að litlar líkur séu á mestu mögulegu hlýnuninni samkvæmt líkönunum. Slæmu fréttirnar eru hins vegar að þeir telja einnig að litlar líkur séu að hlýnunin verði á lægri enda bilsins. Þannig séu innan við 3% líkur á að hlýnunin verði 1,5°C eða minni við tvöföldun styrks koltvísýrings og innan við 1% á að hún verði 4,5°C eða meiri. „Við teljum að líklegasta bilið sé 2,2 til 3,4°C svo það gerir frekar lítið úr spám um mikla næmni loftslag fyrir ofan 4°C og litla næmni fyrir neðan 2°C,“ segir Peter Cox frá Exeter-háskóla við bandaríska dagblaðið. Miðgildi mögulegrar hlýnunnar væri því 2,8°C fyrir lok aldarinnar, aðeins lægra en þær 3°C sem bilið með meiri óvissu gefur til kynna.Stangast á við sambærilega rannsókn Cox segir jafnframt að séu niðurstöður þeirra félaganna réttar þá séu menn líklega við það að fara yfir 1,5°C-mörkin úr Parísarsamkomulaginu en hugsanlegt sé að halda hlýnuninni innan við 2°C. Nýja rannsóknin er þó fjarri því að svara spurningunni um næmni loftslagsins fyrir gróðurhúsalofttegundum endanlega. Þannig stangast niðurstöður hennar á við svipaða rannsókn sem birtist í fyrra. Höfundar hennar komust að þeirri niðurstöðu að loftslagslíkön sem fanga best núverandi aðstæður í loftslagi jarðar séu jafnframt þau sem geri ráð fyrir mestri hlýnun í framtíðinni með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þannig gæti hlýnun orðið jafnvel enn meiri en óttast hefur verið. Sú rannsókn byggði á annarri aðferð en sú nýja.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. 7. desember 2017 14:44 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. 14. nóvember 2017 15:20 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Þegar miðað er við áframhaldandi mikla losun spá líkön sem lýsa best núverandi aðstæðum í loftslagi jarðar um 15% meiri hlýnun en önnur. 7. desember 2017 14:44
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25
Hamfaraflóð eins og í Texas mun líklegri vegna loftslagsbreytinga Hlýnun jarðar þýðir að líkurnar á hamfaraflóðum líkum því sem fylgdi fellibylnum Harvey í sumar hafi þegar aukist og verði enn meiri þegar líður á öldina. 14. nóvember 2017 15:20
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07