Erlent

Sex börn í hópi særðra eftir stunguárás í Idaho

Bergþór Másson skrifar
Lögregla Boiseborgar rannsakar vettvang stunguárásinnar.
Lögregla Boiseborgar rannsakar vettvang stunguárásinnar. Vísir / AP
Níu eru særðir eftir stunguárás í Idaho-ríki í Bandaríkjunum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru sex fórnarlambanna börn, en í heildina eru fjórir í lífshættu.

Þrítugur maður er grunaður um verknaðinn og hefur verið handtekinn.

Stunguárásin átti sér stað í fjölbýlishúsi í Boise, höfuðborg Idaho-ríki. Meintur gerandi bjó í fjölbýlinu en hafði nýlega verið borinn út.

Í fjölbýlishúsinu býr fjöldi innflytjenda, en meintur gerandi ku ekki vera innflytjandi.

Lögregla hefur ekkert gefið uppi um ástæður árásarinnar.

Lögregla kom að fórnarlömbum bæði inni í fjölbýlishúsinu sem og utandyra á bílastæðaplani hússins.

Hinn grunaði var síðan handtekinn í stuttri fjarlægð frá vettvangi.

Að neðan má sjá innslag Kivi TV um árásina.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×