Erlent

Vongóðir um að finna fótboltastrákanna

Sylvía Hall skrifar
Björgunarmenn segja miklar líkur vera á að fótboltastrákarnir finnist á lífi hafi þeir fundið hreint drykkjarvatn.
Björgunarmenn segja miklar líkur vera á að fótboltastrákarnir finnist á lífi hafi þeir fundið hreint drykkjarvatn. Vísir/EPA
Tælenskir björgunarmenn telja sig vera skrefi nær því að komast að fótboltastrákunum tólf sem hafa setið fastir í helli í rúmlega viku ásamt þjálfara sínum.

Mikil flóð hafa verið á svæðinu en síðustu daga hefur vatnsyfirborð farið lækkandi sem gera leitaraðstæður auðveldari. Björgunarmenn stefna að því að dæla vatni úr hellinum til að greiða fyrir leitinni.

Sjá einnig: Enn ekkert spurst til fótboltastrákanna

Talið er að drengirnir hafi komið sér fyrir á lítilli hæð inni í hellinum og nálgast björgunarmennirnir þann stað óðfluga.

Björgunarmenn sem taka nú þátt í aðgerðunum segjast vera vongóðir um að strákarnir finnist á lífi og segja miklar líkur vera á því ef þeir hafi drukkið hreint drykkjarvatn.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×