Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2018 08:45 Við Hveragerði, milli neðstu brekku Kamba og Varmár, verður vegurinn færður fjær byggðinni Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, en áætlað að verja alls fimm og hálfum milljarði króna til verksins á næstu fjórum árum. Myndband frá Vegagerðinni, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út í framtíðinni, var sýnt í fréttum Stöðvar 2.Fyrsti áfanginn, sem nú hefur verið boðinn út, milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust.Mynd/Vegagerðin.Útboð fyrsta áfangans hefur nú verið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Það er tveggja og hálfs kílómetra kafli, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi.Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi. Tilboð verða opnuð þann 13. nóvember og á þessum áfanga að vera að fullu lokið þann 15. september á næsta ári.Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Áform Vegagerðarinnar miða við svokallaðan tveir plús einn veg, með aðskildum akreinum, sem hægt verði að breikka í tveir plús tveir veg í framtíðinni.Svona verður vegurinn sunnan Ingólfsfjalls. Þar verður hann sveigður framhjá Selfossi í átt að nýju brúarstæði yfir Ölfusá norðaustan bæjarins á móts við Laugardæli.Mynd/Vegagerðin.Samkvæmt samgönguáætlun, sem er til umræðu á Alþingi, er ráðgert að verja alls fimm og hálfum milljarði króna á næstu fjórum árum í breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss og er áætlað að verkinu verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. 23. ágúst 2018 14:07 Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. 16. ágúst 2018 18:49 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, en áætlað að verja alls fimm og hálfum milljarði króna til verksins á næstu fjórum árum. Myndband frá Vegagerðinni, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út í framtíðinni, var sýnt í fréttum Stöðvar 2.Fyrsti áfanginn, sem nú hefur verið boðinn út, milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust.Mynd/Vegagerðin.Útboð fyrsta áfangans hefur nú verið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Það er tveggja og hálfs kílómetra kafli, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi.Veglínu verður breytt milli Kotstrandar og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi. Tilboð verða opnuð þann 13. nóvember og á þessum áfanga að vera að fullu lokið þann 15. september á næsta ári.Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin.Áform Vegagerðarinnar miða við svokallaðan tveir plús einn veg, með aðskildum akreinum, sem hægt verði að breikka í tveir plús tveir veg í framtíðinni.Svona verður vegurinn sunnan Ingólfsfjalls. Þar verður hann sveigður framhjá Selfossi í átt að nýju brúarstæði yfir Ölfusá norðaustan bæjarins á móts við Laugardæli.Mynd/Vegagerðin.Samkvæmt samgönguáætlun, sem er til umræðu á Alþingi, er ráðgert að verja alls fimm og hálfum milljarði króna á næstu fjórum árum í breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss og er áætlað að verkinu verði lokið árið 2022. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. 23. ágúst 2018 14:07 Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00 Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. 16. ágúst 2018 18:49 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Kalla eftir byggingu nýrrar Ölfusárbrúar á næstu fjórum árum Á þessum sama fundi lýsti ráðið ánægju sinni með að hefjast eigi handa við breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. 23. ágúst 2018 14:07
Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Á næstu vikum fer fram útboð vegna nýs vegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegurinn verður tveir plús einn vegur. 16. september 2018 20:00
Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. 16. ágúst 2018 18:49
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45