Andið eðlilega hlýtur áhorfendaverðlaun í Aþenu og Sydney Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2018 12:30 Kristín Þóra leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Andið eðlilega. Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttir hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Aþenu um síðastliðna helgi. Viðfangsefni myndarinnar er Grikkjum hugleikið enda sækir mikiil fjöldi flóttamanna til Grikklands á ári hverju, á leið sinni til Evrópu frá miðausturlöndum. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru orðnir yfir milljón talsins þar í landi, og dvelja menn, konur og börn við ærið misjöfn kjör. Andið eðlilega var frumsýnd á Sundance hátíðinni í janúar þar sem hún vann leikstjórnarverðlaun hátíðarinnar. Aðalleikonan vinnur til verðlauna Frá Sundance hefur myndin verið á ferð um allan heim. Nýlega vann hún einnig til áhorfendaverðlauna í Sydney Ástralíu og þá hlaut aðalleikonan, Kristín Þóra Haraldsdóttir verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Lissabon, Portúgal. Andið eðlilega hlaut einnig aðalverðlaun dómnefndar í Færeyjum í síðasta mánuði, á kvikmyndahátíðinni the Faroe Islands Minority Fiim Festival. Verðlaunin í Grikklandi er þau sjöundu sem Andið eðlilega hlýtur. Næst heldur leikstjórinn til Hamptons Í Bandaríkjum þar sem myndin keppir til verðlauna í flokki sem nefnist Conflict and resolution. Framundan eru einnig boð á kvikmyndahátíðir í Rússlandi, Kúrdistan, Indlandi, Hollandi, Þýsklandi og víðar og er hún í almennum sýningum í kvikmyndahúsum Svíþjóðar um þessar mundir. Menning Tengdar fréttir Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. 15. mars 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttir hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Aþenu um síðastliðna helgi. Viðfangsefni myndarinnar er Grikkjum hugleikið enda sækir mikiil fjöldi flóttamanna til Grikklands á ári hverju, á leið sinni til Evrópu frá miðausturlöndum. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru orðnir yfir milljón talsins þar í landi, og dvelja menn, konur og börn við ærið misjöfn kjör. Andið eðlilega var frumsýnd á Sundance hátíðinni í janúar þar sem hún vann leikstjórnarverðlaun hátíðarinnar. Aðalleikonan vinnur til verðlauna Frá Sundance hefur myndin verið á ferð um allan heim. Nýlega vann hún einnig til áhorfendaverðlauna í Sydney Ástralíu og þá hlaut aðalleikonan, Kristín Þóra Haraldsdóttir verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Lissabon, Portúgal. Andið eðlilega hlaut einnig aðalverðlaun dómnefndar í Færeyjum í síðasta mánuði, á kvikmyndahátíðinni the Faroe Islands Minority Fiim Festival. Verðlaunin í Grikklandi er þau sjöundu sem Andið eðlilega hlýtur. Næst heldur leikstjórinn til Hamptons Í Bandaríkjum þar sem myndin keppir til verðlauna í flokki sem nefnist Conflict and resolution. Framundan eru einnig boð á kvikmyndahátíðir í Rússlandi, Kúrdistan, Indlandi, Hollandi, Þýsklandi og víðar og er hún í almennum sýningum í kvikmyndahúsum Svíþjóðar um þessar mundir.
Menning Tengdar fréttir Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. 15. mars 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58 „Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. 15. mars 2018 12:30
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50
Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. 3. febrúar 2018 22:58
„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. 27. september 2018 12:45