Pútín kallar Skripal svikara og drullusokk Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 13:14 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. Forsetinn vísaði þó ekki í neina umfjöllun um Skripal máli sínu til stuðnings en sagði ljóst að Skripal væri ekkert sérstakur. „Hann er bara njósnari. Föðurlandssvikari,“ sagði Pútín og gekk lengra skömmu seinna: „Hann er drullusokkur.“Pútín tjáði sig um Skripal á orkuráðstefnu sem fer nú fram í Moskvu og sagðist vonast til þess að umræðan um Skripal hætti sem fyrst. Hún hefði verið blásin upp úr öllu valdi. Skripal og dóttir hans Yulia urðu fyrir eitrun Novichok taugaeitursins í mars og voru mjög þungt haldin í nokkurn tíma. Yfirvöld Bretlands hafa sakað leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, um að reyna að ráða Skripal af dögum. Myndir hafa verið birtar af tveimur mönnum sem grunaðir eru um árásina og hefur annar þeirra verið opinberaður sem Anatoliy Chepiga, ofursti í GRU.Bretar hafa haldið því fram að skipunin um að ráða Skripal af dögum hafi komið frá hæstu stigum rússneskra stjórnvalda. Það er, komið frá Pútín sjálfum. Skripal starfaði fyrir GRU á árum áður en sveik Rússland og veitti Bretum upplýsingar fyrir peninga. Hann var þó á endanum handtekinn og dæmdur fyrir njósnir.Sjá einnig: Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögumHonum var þó sleppt árið 2010 þegar Rússar skiptu honum og öðrum fyrir njósnara þeirra sem höfðu verið handsamaðir. Eftir það hefur Skripal reglulega rætt við starfsmenn annarra leyniþjónusta. Pútín nefndi það sérstaklega til marks um það að Skripal væri drullusokkur. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. 2. október 2018 15:25 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er ósáttur við að einhverjir fjölmiðlar séu að reyna að gera einhvern mannréttindasinna úr rússneska njósnaranum fyrrverandi, Sergei Skripal. Forsetinn vísaði þó ekki í neina umfjöllun um Skripal máli sínu til stuðnings en sagði ljóst að Skripal væri ekkert sérstakur. „Hann er bara njósnari. Föðurlandssvikari,“ sagði Pútín og gekk lengra skömmu seinna: „Hann er drullusokkur.“Pútín tjáði sig um Skripal á orkuráðstefnu sem fer nú fram í Moskvu og sagðist vonast til þess að umræðan um Skripal hætti sem fyrst. Hún hefði verið blásin upp úr öllu valdi. Skripal og dóttir hans Yulia urðu fyrir eitrun Novichok taugaeitursins í mars og voru mjög þungt haldin í nokkurn tíma. Yfirvöld Bretlands hafa sakað leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, um að reyna að ráða Skripal af dögum. Myndir hafa verið birtar af tveimur mönnum sem grunaðir eru um árásina og hefur annar þeirra verið opinberaður sem Anatoliy Chepiga, ofursti í GRU.Bretar hafa haldið því fram að skipunin um að ráða Skripal af dögum hafi komið frá hæstu stigum rússneskra stjórnvalda. Það er, komið frá Pútín sjálfum. Skripal starfaði fyrir GRU á árum áður en sveik Rússland og veitti Bretum upplýsingar fyrir peninga. Hann var þó á endanum handtekinn og dæmdur fyrir njósnir.Sjá einnig: Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögumHonum var þó sleppt árið 2010 þegar Rússar skiptu honum og öðrum fyrir njósnara þeirra sem höfðu verið handsamaðir. Eftir það hefur Skripal reglulega rætt við starfsmenn annarra leyniþjónusta. Pútín nefndi það sérstaklega til marks um það að Skripal væri drullusokkur.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. 2. október 2018 15:25 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. 2. október 2018 15:25
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35
Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31
Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17