Fanginn sem mótaði líf sitt eftir Scarface handtekinn eftir fangelsisflótta á þyrlu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 08:05 Félagar Faïd tóku þyrlukennara gíslingu og létu hann sækja Faïd. Vísir/EPA Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira