Fanginn sem mótaði líf sitt eftir Scarface handtekinn eftir fangelsisflótta á þyrlu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 08:05 Félagar Faïd tóku þyrlukennara gíslingu og létu hann sækja Faïd. Vísir/EPA Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira