Fanginn sem mótaði líf sitt eftir Scarface handtekinn eftir fangelsisflótta á þyrlu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 08:05 Félagar Faïd tóku þyrlukennara gíslingu og létu hann sækja Faïd. Vísir/EPA Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“. Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi hefur handsamað Rédoine Faïd sem braust út úr fangelsi í júlí síðastliðnum. Faïd naut aðstoðar við fangelsisflóttann en félagar hans sóttu hann á stolinni þyrlu.Hann var handtekinn norður af höfuðborginni París í fylgd með bróður sínum og tveimur mönnum. Faïd, sem er 46 ára, er yfirlýstur aðdáandi glæpakvikmynda en hann með því að horfa á þær segist hann hafa öðlast þekkingu til að framkvæma vel heppnuð rán. Hann var fyrst handtekinn árið 1998 fyrir vopnað rán. Flóttinn í júlí var í annað skiptið sem hann braust úr fangelsi. Þrír þungvopnaðir menn brutust inn í heimsóknarherbergi fangelsisins. Þeir festu Faïd við þyrlu sem var stjórnað af þyrlukennara sem hafði verið tekinn gíslingu. Faïd var dæmdur til 25 ára fangelsisvistar fyrir að skipuleggja vopnað rán þar sem lögreglukona var myrt árið 2010. Árið 2013 braust hann úr fangelsi nærri Lille með því að nota sprengiefni til að sprengja sig í gegnum fimm fangelsishurðir og nota fangaverði sem mennska skildi. Hann hefur látið hafa eftir sér að kvikmyndin Scarface, þar sem Al Pacino lék Tony Montana eftirminnilega, hafi veitt honum mikinn innblástur og nánast verið biblían hans þegar kom að því að móta lífsstíl og glæpaferil.Árið 1997 skipulagði hann rán þar sem gengið hans réðst til atlögu á brynvarinn bíl, en gengið notaði hokkígrímur til að hylja andlit sín, líkt og gengið hans Robert de Niro í kvikmyndinni Heat frá árinu 1995.Hann sagðist hafa horft á þá mynd hundruð sinnum og sagði eitt sinn við leikstjóra hennar, Michael Mann, á kvikmyndahátíð í París að leikstjórinn væri tæknilegur ráðgjafi hans. Faïd varð ansi þekktur í Frakklandi eftir að gefin var út bók sem fjallaði um hvernig hann fór frá því að vera harkari á götum Parísar yfir í að verða einn harðsvíraðasti glæpamaður landsins. Það varð til þess að lögreglan gaf honum viðurnefnið “L'Écrivain” eða „rithöfundurinn“.
Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira