Vaxtagreiðslur í sögulegu lágmarki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2018 07:30 Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Vísir/Stefán Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Vaxtagreiðslur af fasteignalánum sem hlutfall af launum, hlunnindum, lífeyri, tryggingabótum og öðrum tekjum sem ekki teljast til fjármagnstekna vega nú minna en nokkurn tímann síðan 1992. Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins, rekstrarhagfræðings hjá ríkisskattstjóra, í septembertölublaði Tíundar sem embættið gefur út. Páll bendir á að um 4,5 prósent teknanna hafi farið í að greiða af fasteignalánum árið 2017, sem var 0,5 prósentustigum lægra hlutfall en árið 2016. Þetta hlutfall hafi farið í 6,6 prósent í botni kreppunnar á árunum 2009 og 2010. „Landsmenn vörðu minni hluta tekna sinna til að greiða vexti af fasteignalánum árið 2017 en þeir gerðu að jafnaði á árunum 1992 til 2002,“ skrifar Páll. Þá hafa skuldir lækkað sem hlutfall af tekjum landsmanna en það stóð í 106 prósentum árið 2017 og lækkaði um 6,6 prósentustig á milli ára. „Staðan hefur gerbreyst frá þeim tíma sem þjóðin glímdi við eftirmála hrunsins en árið 2010 hefði það tekið menn hátt í tvö ár að greiða niður skuldirnar,“ skrifar hann. Þá var hlutfall skulda af tekjum 191 prósent en meðaltal áranna 1992 til 2002 var tæplega 104 prósent.Skuldahlutfallið einnig lágt Eigið fé landsmanna var 3.925 milljarðar í árslok 2017 og þá hafði það aukist um rúma 672 milljarða á milli ára eða 20,6 prósent. Hækkun eiginfjár er að sögn Páls ekki vegna peninga sem landsmenn hafa lagt til hliðar á reikningum eða í sjóð heldur má rekja bróðurpartinn til hækkunar á fasteignaverði. Um þriðjungur eigna landsmanna var í skuld eða 32,1 prósent. „Það sætir tíðindum að skuldahlutfallið hefur ekki verið svona lágt síðan árið 1992 en þá voru 30,9 prósent eigna landsmanna í skuld,“ skrifar Páll en meðaltal áranna 1992 til 2002 var 36,6 prósent. Hann rekur það að hlutfallið hafi tekið að hækka lítillega upp úr aldamótum en upp úr miðjum fyrsta áratugnum hafi eignaverð hækkað til jafns við skuldirnar og því hafi hlutfallið haldist að mestu stöðugt fram að hruni. Þá hafi það hækkað snarlega þegar eignir féllu í verði en skuldir héldu verðgildi sínu. Árið 2010 stóð hlutfallið í rúmum 54 prósentum. „Síðan hefur skuldahlutfallið lækkað og nú er það sem fyrr segir með því lægsta sem hefur sést.“ Heildareignir landsmanna voru metnar á 5.785 milljarða í árslok 2017 og jukust um 723 milljarða á milli ára, eða sem nemur 14,3 prósentum. Sem áður sagði vó hækkun á íbúðarhúsnæðisverði þyngst í eignaaukningunni. Matsverð fasteigna hækkaði um 597 milljarða á milli ára eða 15,3 prósent og má því rekja um 82,6 prósent eignaaukningarinnar til hækkunar á fasteignum og ein 4,3 prósent til hækkunar á verðmæti bifreiða. Merkir Páll að raunvirði eigna hafi aldrei verið hærra, en það var nú 421 milljarði hærra en það var árið 2007.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira