Pólitískar ástæður að baki handtökum á rússneskum stjórnarandstæðingi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 15:40 Navalní í dómsal í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður. Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður.
Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45