Skyldulesning allra kynslóða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 11:00 Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. Hver ný kynslóð uppgötvar þær og hefur þennan sígilda bókaflokk í hávegum. Frá Forlaginu kemur bók sem geymir fyrstu þrjár sögurnar af múmínálfunum. Þetta eru Litlu álfarnir og flóðið mikla, Halastjarnan og Pípuhattur galdrakarlsins. Þær tvær síðastnefndu hafa komið út áður í afbragðs þýðingu Steinunnar Briem. Litlu álfarnir og flóðið mikla koma nú á íslensku í fyrsta sinn í afar góðri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Allar eru sögurnar skemmtilega myndskreyttar af höfundinum sjálfum. Í litlu álfunum og flóðinu mikla er Jansson greinilega að þreifa fyrir sér í nýjum söguheimi. Þar leita múmínsnáðinn og mamma hans að múmínpabba sem hefur týnst. Á ferð sinni hitta þau alls kyns merkilegar verur, þar á meðal læðu sem hefur þá heimspekilegu afstöðu að aldrei eigi að standa í veseni að óþörfu. Þetta er sjarmerandi saga þar sem húmor höfundar nýtur sín vel. Halastjarnan er enn betri saga og kraftmeiri. Þar steðjar mikil ógn að Múmíndal í líki halastjörnu og við því þarf vitanlega að bregðast. Ekki er hægt að sitja aðgerðarlaus þegar heimsendir er í nánd. Í miðri ógn blómstrar ástin samt því múmínsnáðinn finnur snorkstelpuna sína og þau keppast við að sanna ást sína hvort fyrir öðru. Litríkar aukapersónur skemmta lesandanum og fer þar fremst í flokki heimilislaus bísamrotta sem segist vera heimspekingur sem taki öllu af ró, en er þó ansi tilætlunarsöm og kvartsár. Í síðustu sögunni, Pípuhatti galdrakarlsins, finna múmínsnáðinn og vinir hans pípuhatt galdrakarlsins með afar óheppilegum afleiðingum, en allt fer þó vitanlega vel að lokum. Hér eru aðalpersónur þessa bókaflokks komnar með helstu karaktereinkenni sín. Hin sanna hetja sögunnar, og kannski bókaflokksins alls, er múmínmamman, umvafin stóískri ró, hlý, hugrökk og ráðagóð. Og vitanlega þekkir hún múmínsnáðann sinn, jafnvel þótt hann hafi tekið skelfilegum umbreytingum. Þarna er múmínpabbinn, dásamlega sjálfhverfur að skrifa endurminningar sínar, gagntekinn af hugmyndinni um sjálfan sig sem stórgáfað og misskilið barn. Tove Jansson er vitur, hlýr og fyndinn höfundur sem kann um leið að gæða texta sinn angurværð. Þótt húmor og léttleiki ríki á yfirborðinu þá er viss einsemd sem umvefur margar sögupersónur bókarinnar. Jansson hefur einstakan skilning á þeim ólíku tilfinningum sem hrærast í brjósti persóna og miðlar þeim á fallegan en um leið húmorískan hátt í bókum sem ekki er hægt að gleyma.Niðurstaða: Þrjár heillandi sögur afmúmínálfunum gleðja alla og gleymast ekki. Skyldulesning allra kynslóða. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. Hver ný kynslóð uppgötvar þær og hefur þennan sígilda bókaflokk í hávegum. Frá Forlaginu kemur bók sem geymir fyrstu þrjár sögurnar af múmínálfunum. Þetta eru Litlu álfarnir og flóðið mikla, Halastjarnan og Pípuhattur galdrakarlsins. Þær tvær síðastnefndu hafa komið út áður í afbragðs þýðingu Steinunnar Briem. Litlu álfarnir og flóðið mikla koma nú á íslensku í fyrsta sinn í afar góðri þýðingu Þórdísar Gísladóttur. Allar eru sögurnar skemmtilega myndskreyttar af höfundinum sjálfum. Í litlu álfunum og flóðinu mikla er Jansson greinilega að þreifa fyrir sér í nýjum söguheimi. Þar leita múmínsnáðinn og mamma hans að múmínpabba sem hefur týnst. Á ferð sinni hitta þau alls kyns merkilegar verur, þar á meðal læðu sem hefur þá heimspekilegu afstöðu að aldrei eigi að standa í veseni að óþörfu. Þetta er sjarmerandi saga þar sem húmor höfundar nýtur sín vel. Halastjarnan er enn betri saga og kraftmeiri. Þar steðjar mikil ógn að Múmíndal í líki halastjörnu og við því þarf vitanlega að bregðast. Ekki er hægt að sitja aðgerðarlaus þegar heimsendir er í nánd. Í miðri ógn blómstrar ástin samt því múmínsnáðinn finnur snorkstelpuna sína og þau keppast við að sanna ást sína hvort fyrir öðru. Litríkar aukapersónur skemmta lesandanum og fer þar fremst í flokki heimilislaus bísamrotta sem segist vera heimspekingur sem taki öllu af ró, en er þó ansi tilætlunarsöm og kvartsár. Í síðustu sögunni, Pípuhatti galdrakarlsins, finna múmínsnáðinn og vinir hans pípuhatt galdrakarlsins með afar óheppilegum afleiðingum, en allt fer þó vitanlega vel að lokum. Hér eru aðalpersónur þessa bókaflokks komnar með helstu karaktereinkenni sín. Hin sanna hetja sögunnar, og kannski bókaflokksins alls, er múmínmamman, umvafin stóískri ró, hlý, hugrökk og ráðagóð. Og vitanlega þekkir hún múmínsnáðann sinn, jafnvel þótt hann hafi tekið skelfilegum umbreytingum. Þarna er múmínpabbinn, dásamlega sjálfhverfur að skrifa endurminningar sínar, gagntekinn af hugmyndinni um sjálfan sig sem stórgáfað og misskilið barn. Tove Jansson er vitur, hlýr og fyndinn höfundur sem kann um leið að gæða texta sinn angurværð. Þótt húmor og léttleiki ríki á yfirborðinu þá er viss einsemd sem umvefur margar sögupersónur bókarinnar. Jansson hefur einstakan skilning á þeim ólíku tilfinningum sem hrærast í brjósti persóna og miðlar þeim á fallegan en um leið húmorískan hátt í bókum sem ekki er hægt að gleyma.Niðurstaða: Þrjár heillandi sögur afmúmínálfunum gleðja alla og gleymast ekki. Skyldulesning allra kynslóða.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira