Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Hæstiréttur kvað upp sýknudóm yfir fimm dómfelldu í málunum í september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Settur saksóknari mun vekja athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Geirfinns og Guðmundar Einarssona sem komið hafa fram á undanförnum árum og vísað hefur verið til embættisins. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins má ætla að formlegt erindi þessa efnis verði afhent ríkissaksóknara á næstu dögum, til þóknanlegrar meðferðar. „Það liggur ekkert fyrir um aðgerðir,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari innt eftir því hvort ákveðið hafi verið að opna nýja rannsókn á mannshvörfunum; öðru þeirra eða báðum. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi vegna málsins. Það er hins vegar einungis Guðmundarmálið sem er á forræði þess embættis en Guðmundur hvarf í Hafnarfirði í janúar 1974.Grafík/FréttablaðiðHvarf Geirfinns heyrir hins vegar undir lögregluna á Suðurnesjum og það var lögreglan í Keflavík sem rannsakaði málið á sínum tíma. Þar var málinu lokað um mitt ár 1975 sem óupplýstu mannshvarfi, áður en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir gögnum þaðan í janúar 1976, þegar fjöldi fólks var í gæsluvarðhaldi í Síðumúla vegna Guðmundarmáls. „Málinu var lokað hér sem óloknu á sínum tíma og ekki að sjá að það séu neinar viðbótarupplýsingar í því í rauninni,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Þá er þetta mál í rauninni eins og hvert annað mannshvarf og engu lokið í því en ekkert er aðhafst nema nýjar upplýsingar berist.“ Ólafur segir mikið álag á embættinu en gríðarlegan tíma tæki að fara í gegnum öll gögnin til að athuga hvort ástæða sé til að hefja einhverja rannsókn. „Ef við færum í að taka málið allt upp þá þyrftum við í rauninni sér fjárveitingu í málið. Það er ekkert útilokað en ekkert heldur sem við sjáum sem kallar á að gera slíkt,“ segir Ólafur. Hann segir þær upplýsingar sem embættinu hafi borist ekki hafa leitt neitt en að allar upplýsingar séu vel þegnar. adalheidur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Settur saksóknari mun vekja athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Geirfinns og Guðmundar Einarssona sem komið hafa fram á undanförnum árum og vísað hefur verið til embættisins. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins má ætla að formlegt erindi þessa efnis verði afhent ríkissaksóknara á næstu dögum, til þóknanlegrar meðferðar. „Það liggur ekkert fyrir um aðgerðir,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari innt eftir því hvort ákveðið hafi verið að opna nýja rannsókn á mannshvörfunum; öðru þeirra eða báðum. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi vegna málsins. Það er hins vegar einungis Guðmundarmálið sem er á forræði þess embættis en Guðmundur hvarf í Hafnarfirði í janúar 1974.Grafík/FréttablaðiðHvarf Geirfinns heyrir hins vegar undir lögregluna á Suðurnesjum og það var lögreglan í Keflavík sem rannsakaði málið á sínum tíma. Þar var málinu lokað um mitt ár 1975 sem óupplýstu mannshvarfi, áður en lögreglan í Reykjavík kallaði eftir gögnum þaðan í janúar 1976, þegar fjöldi fólks var í gæsluvarðhaldi í Síðumúla vegna Guðmundarmáls. „Málinu var lokað hér sem óloknu á sínum tíma og ekki að sjá að það séu neinar viðbótarupplýsingar í því í rauninni,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. „Þá er þetta mál í rauninni eins og hvert annað mannshvarf og engu lokið í því en ekkert er aðhafst nema nýjar upplýsingar berist.“ Ólafur segir mikið álag á embættinu en gríðarlegan tíma tæki að fara í gegnum öll gögnin til að athuga hvort ástæða sé til að hefja einhverja rannsókn. „Ef við færum í að taka málið allt upp þá þyrftum við í rauninni sér fjárveitingu í málið. Það er ekkert útilokað en ekkert heldur sem við sjáum sem kallar á að gera slíkt,“ segir Ólafur. Hann segir þær upplýsingar sem embættinu hafi borist ekki hafa leitt neitt en að allar upplýsingar séu vel þegnar. adalheidur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00 Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30
Ómögulegt að segja til um bótafjárhæð Ekkert fordæmi er til um mál áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Fimm manns voru sýknaðir af þætti sínum í hvarfi eftir að hafa hlotið dóm fyrir brotið fyrir 38 árum. Mögulega er heppilegra að greiða sanngirnisbætur í stað bóta. 1. október 2018 06:00
Blendnar tilfinningar eftir sýknudóm Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist glíma við blendnar tilfinningar eftir að dómur Hæstaréttar féll í málinu á fimmtudaginn. Hún segist fagna sýknudómi Hæstaréttar yfir mönnunum fimm sem ákærðir voru í málinu árið 1976 og dæmdir árið 1980. Erla var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. 29. september 2018 14:10