Formaður Eflingar ræðir kjaramálin við flokkana Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30
Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45
Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00