Rannsókn á Panamagögnum leitt í ljós stórfelld skattundanskot í 57 málum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júlí 2018 15:52 Íslendingurinn sætir farbanni og eignir upp á 180 milljónir króna hafa verið kyrrsettar. Vísir/Getty Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06
Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00