Hver verður eftirmaður Heimis? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júlí 2018 12:15 Margir munu eflaust sækja um starfið. Vísir Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst, eftir að tilkynnt var um að Heimir Hallgrímsson sé hættur með landsliðið. Síðast þegar auglýst var eftir þjálfara, árið 2011, sagðist Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, ekki hafa tölu á því hversu margir sóttu um starfið en þar á meðal voru í það minnsta 30 þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum. Eftir eftirtektarverðan árangur landsliðsins undanfarin ár, fyrst undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og síðan eingöngu undir stjórn Heimis, er íslenska landsliðið sannarlega komið á kortið og því má gera ráð fyrir að starfið sem nú er laust verði nokkuð eftirsóknarvert. Væntanlega verður það mikið verk fyrir Guðna Bergsson, formann KSÍ, að fara yfir umsóknirnar sem munu berast. Þá hefur fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri eftir þátttöku á tveimur stórmótum sem skilað hefur miklum tekjum til sambandsins og því líklegt að svigrúm til þess að lokka tiltölulega stór nöfn í fótboltaheiminum á Laugardalsvöllinn ætti að vera meira en áður. Hér verður fjallað um þjálfara sem mögulega gætu komið til greina sem eftirmenn Heimis en hafa skal í huga að þessi listi er aðallega til gamans gerður. Er hér einkum horft til erlendra þjálfara þó að auðvitað sé sá möguleiki fyrir hendi að íslenskur þjálfari verði ráðinn.Hollendingurinn fljúgandi, heimspekin og ferlið Það er ljóst að stærsti þröskuldurinn í því að ráða stór, þekkt erlend nöfn, verða þau laun sem KSÍ telur sig geta greitt. Samkvæmt tekjublaði DV var Heimir með 1,2 milljónir í laun á síðasta ári. Á blaðamannafundi fyrr í dag þar sem Heimir fór yfir ákvörðunina um að halda ekki áfram með landsliðið kom fram að KSÍ teldi ekki svigrúm til þess að hækka laun hans.„Hvað með Ísland?“gæti Ryan Giggs verið að hvísla í eyrað á Louis van GaalVísir/Getty1,2 milljónir á mánuði eru smáaurar í samhengi alþjóðafótboltans en mögulegt er að hægt sé að lokka þjálfara hingað til lands sem þurfi ekki endilega á peningunum að halda. Einn af þeim er Louis van Gaal. Sá ágæti maður er ekki á flæðiskeri staddur eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United árið 2016 en félagið greiddi honum og starfsliði hans 8,4 milljónir punda í starfslokasamning og rann megnið af þeirri upphæð til hollenska þjálfarans. Hann á því aura eða tvo. Þrátt fyrir að árangur Van Gaal hjá United hafi ekki þótt sérstakur skilaði hann bikar í hús en þar á undan kom hann tiltölulega slöku liði Hollands í undanúrslit á HM 2014. Þarna er á ferðinni reynslumikill þjálfari sem hefur unnið flest það sem fótboltinn hefur upp á bjóða. Þá hefur hann sjálfur sagst vera á höttunum eftir einu starfi áður en hann hættir endanlega og því alls ekki svo ólíklegt að orð á borð við „philosophy“ og process“ muni heyrast á blaðamannafundum á Laugardalsvelli í framtíðinni.Mætir Henry sínu gamla liði á Laugardalsvelli? Það getur varla verið tilviljun að daginn áður en tilkynnt er um að Ísland vanti nýjan landsliðsþjálfari sé Frakkinn goðsagnakenndi, Thierry Henry, búinn að segja starfi sínu lausu sem sérfræðingur Sky Sports til þess að einbeita sér að þjálfun?Henry er nýkominn frá Rússlandi þar sem hann aðstoðaði þjálfara Belga.Vísir/GettyHenry hefur starfað undanfarin ár hjá Sky Sports og þegið fyrir það 4 milljónir punda á ári. Því ætti hann að eiga nóg til þess að lifa af sem þjálfari íslenska landsliðsins þrátt fyrir að fá „eingöngu“ þau laun sem KSÍ getur boðið. Henry var auðvitað goðsagnakenndur knattspyrnumaður sem spilaði lengst af hjá Arsenal. Hann er þó reynslulítill sem þjálfari en hefur starfað með þjálfurum á borð við Arséne Wenger og Pep Guardiola og ætti því vonandi að hafa lært eitthvað af þeim félögum. Þá hefur hann ágæta reynslu af landsliðsþjálfun hafandi verið aðstoðarþjálfari Belgíu undir handleiðslu Roberto Martinez undanfarið. Það er einmitt von á Belgum í heimsókn í Laugardalinn innan skamms og því ætti það að kitla Henry að stýra íslenska liðinu gegn því belgíska, eða hvað?Hvað með Skandinavíu? Það virkaði ansi vel þegar KSÍ leitaði síðast til Skandinavíu og Lars mætti í hús og því ekki ólíklegt að KSÍ skoði þann möguleika á ný. Af þeim þjálfurum sem eru á lausu koma tvö nöfn helst til greina. Daninn Michael Laudrup og Svíin Henrik „Henke“ LarssonLaudrup var um skamma hríð afar vinsæll í Swansea.Laudrup er nýhættur sem þjálfari Al Rayyan í Katar. Gera má ráð fyrir því að hann syndi í seðlum eftir dvölina í olíuveldinu. Laudrup hefur dvalið í Katar frá árinu 2014 og stýrt þar tveimur liðum. Hann er þó líklega helst þekktur fyrir veru sína hjá Swansea á árunum 2012 til 2014 þar sem hann stýrði félaginu til sigurs í deildarbikarnum árið 2013, sem til dagsins í dag er enn stærsti titill sem félagið hefur unnið. Lærimeistari Laudrup er Morten Olsen en Laudrup var aðstoðarþjálfari hans hjá danska landsliðinu um tíma og því þekkir hann starf landsliðsþjálfara ágætlega. Henke Larsson ætti að vera knattspyrnuáhugamönnum góðkunnugur en framherjinn raðaði inn mörkunum fyrir Celtic og sænska landslið á löngum og glæstum ferli. Eftir að hann skórnir fóru á hilluna hefur hann stýrt þremur liðum, reyndar án teljandi árangurs og það verður að viðurkennast að hann er eiginlega bara á þessum lista vegna þess að hann er Svíi.Henke Larsson þekkir leikinn vel, en nógu vel til þess að vera þjálfari?Vísir/GettyHentar breski skólinn kannski bara best? Íslendingar hafa gríðarlegan áhuga á enska fótboltanum og segja má að fótboltinn á Bretlandseyjum hafi haft meiri áhrif hér á landi en knattspyrnumenning nokkurra annarra þjóða. Af þeim þjálfurum sem eru á lausu eru tvö nöfn sem geta talis vera helstu talsmenn hins hefðbundna enska 4-4-2-„ekkert kjaftæði“-fótbolta. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um David Moyes og Sam Allardyce.Hlutabréf í David Moyes hafa fallið töluvert í virði frá því að hann stýrði Manchester United án þess að ná þar nokkrum árangri. Hefur hann flakkað víða síðan þá og náði hann aðeins að rétta úr kútnum á síðasta tímabili þegar hann stýrði liði West frá falli í ensku úrvalsdeildinni.David Moyes lenti í miklu basli sem þjálfari Manchester United.Vísir/GettyMoyes vill að liðin sín spili agaðan og skipulagðan varnarleik og að sótt sé á réttum tíma, án þess að of mikil áhætta sé tekin. Þá sérhæfir hann sig í því að ná góðum úrslitum gegn stærri liðum. Hljómar þetta kunnuglega? Þá hefur Moyes auðvitað miklar Íslandstengingar enda hefur hann dvalið hér á landi. Þá helst í Vestmannaeyjum eins og einn ákveðinn þjálfari sem nýhættur er störfum. Sam Allardyce er einnig á lausu eftir að hafa hætt á frekar háðulegan hátt með enska landsliðið. Hann líkt og Moyes vill að liðin sín spili agaðan varnarleik og hefur hann byggt feril sinn upp á því að gera meira úr því efni sem honum stendur til boða en mögulegt var talið.Sjá einnig:Ísland gerði David Moyes að manni Líklegt er þó að launakröfur Allardyce séu allt of miklar fyrir KSÍ enda var hann gríðarlega vel launaður sem þjálfari Englands. Þó skal hafa í huga að samtals hefur hann rakað inn 13,5 milljónum punda fyrir að láta af störfum í gegnum tíðina og því vel mögulegt að hann gæti sætt sig við þau laun sem eru í boði hjá KSÍ, enda nóg til hjá Allardyce.Lesendur eru hvattir til þess að koma með eigin hugmyndir um hver sé hæfastur til þess að taka við af Heimi í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst, eftir að tilkynnt var um að Heimir Hallgrímsson sé hættur með landsliðið. Síðast þegar auglýst var eftir þjálfara, árið 2011, sagðist Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, ekki hafa tölu á því hversu margir sóttu um starfið en þar á meðal voru í það minnsta 30 þekkt nöfn úr knattspyrnuheiminum. Eftir eftirtektarverðan árangur landsliðsins undanfarin ár, fyrst undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og síðan eingöngu undir stjórn Heimis, er íslenska landsliðið sannarlega komið á kortið og því má gera ráð fyrir að starfið sem nú er laust verði nokkuð eftirsóknarvert. Væntanlega verður það mikið verk fyrir Guðna Bergsson, formann KSÍ, að fara yfir umsóknirnar sem munu berast. Þá hefur fjárhagsstaða KSÍ aldrei verið betri eftir þátttöku á tveimur stórmótum sem skilað hefur miklum tekjum til sambandsins og því líklegt að svigrúm til þess að lokka tiltölulega stór nöfn í fótboltaheiminum á Laugardalsvöllinn ætti að vera meira en áður. Hér verður fjallað um þjálfara sem mögulega gætu komið til greina sem eftirmenn Heimis en hafa skal í huga að þessi listi er aðallega til gamans gerður. Er hér einkum horft til erlendra þjálfara þó að auðvitað sé sá möguleiki fyrir hendi að íslenskur þjálfari verði ráðinn.Hollendingurinn fljúgandi, heimspekin og ferlið Það er ljóst að stærsti þröskuldurinn í því að ráða stór, þekkt erlend nöfn, verða þau laun sem KSÍ telur sig geta greitt. Samkvæmt tekjublaði DV var Heimir með 1,2 milljónir í laun á síðasta ári. Á blaðamannafundi fyrr í dag þar sem Heimir fór yfir ákvörðunina um að halda ekki áfram með landsliðið kom fram að KSÍ teldi ekki svigrúm til þess að hækka laun hans.„Hvað með Ísland?“gæti Ryan Giggs verið að hvísla í eyrað á Louis van GaalVísir/Getty1,2 milljónir á mánuði eru smáaurar í samhengi alþjóðafótboltans en mögulegt er að hægt sé að lokka þjálfara hingað til lands sem þurfi ekki endilega á peningunum að halda. Einn af þeim er Louis van Gaal. Sá ágæti maður er ekki á flæðiskeri staddur eftir að hafa verið rekinn frá Manchester United árið 2016 en félagið greiddi honum og starfsliði hans 8,4 milljónir punda í starfslokasamning og rann megnið af þeirri upphæð til hollenska þjálfarans. Hann á því aura eða tvo. Þrátt fyrir að árangur Van Gaal hjá United hafi ekki þótt sérstakur skilaði hann bikar í hús en þar á undan kom hann tiltölulega slöku liði Hollands í undanúrslit á HM 2014. Þarna er á ferðinni reynslumikill þjálfari sem hefur unnið flest það sem fótboltinn hefur upp á bjóða. Þá hefur hann sjálfur sagst vera á höttunum eftir einu starfi áður en hann hættir endanlega og því alls ekki svo ólíklegt að orð á borð við „philosophy“ og process“ muni heyrast á blaðamannafundum á Laugardalsvelli í framtíðinni.Mætir Henry sínu gamla liði á Laugardalsvelli? Það getur varla verið tilviljun að daginn áður en tilkynnt er um að Ísland vanti nýjan landsliðsþjálfari sé Frakkinn goðsagnakenndi, Thierry Henry, búinn að segja starfi sínu lausu sem sérfræðingur Sky Sports til þess að einbeita sér að þjálfun?Henry er nýkominn frá Rússlandi þar sem hann aðstoðaði þjálfara Belga.Vísir/GettyHenry hefur starfað undanfarin ár hjá Sky Sports og þegið fyrir það 4 milljónir punda á ári. Því ætti hann að eiga nóg til þess að lifa af sem þjálfari íslenska landsliðsins þrátt fyrir að fá „eingöngu“ þau laun sem KSÍ getur boðið. Henry var auðvitað goðsagnakenndur knattspyrnumaður sem spilaði lengst af hjá Arsenal. Hann er þó reynslulítill sem þjálfari en hefur starfað með þjálfurum á borð við Arséne Wenger og Pep Guardiola og ætti því vonandi að hafa lært eitthvað af þeim félögum. Þá hefur hann ágæta reynslu af landsliðsþjálfun hafandi verið aðstoðarþjálfari Belgíu undir handleiðslu Roberto Martinez undanfarið. Það er einmitt von á Belgum í heimsókn í Laugardalinn innan skamms og því ætti það að kitla Henry að stýra íslenska liðinu gegn því belgíska, eða hvað?Hvað með Skandinavíu? Það virkaði ansi vel þegar KSÍ leitaði síðast til Skandinavíu og Lars mætti í hús og því ekki ólíklegt að KSÍ skoði þann möguleika á ný. Af þeim þjálfurum sem eru á lausu koma tvö nöfn helst til greina. Daninn Michael Laudrup og Svíin Henrik „Henke“ LarssonLaudrup var um skamma hríð afar vinsæll í Swansea.Laudrup er nýhættur sem þjálfari Al Rayyan í Katar. Gera má ráð fyrir því að hann syndi í seðlum eftir dvölina í olíuveldinu. Laudrup hefur dvalið í Katar frá árinu 2014 og stýrt þar tveimur liðum. Hann er þó líklega helst þekktur fyrir veru sína hjá Swansea á árunum 2012 til 2014 þar sem hann stýrði félaginu til sigurs í deildarbikarnum árið 2013, sem til dagsins í dag er enn stærsti titill sem félagið hefur unnið. Lærimeistari Laudrup er Morten Olsen en Laudrup var aðstoðarþjálfari hans hjá danska landsliðinu um tíma og því þekkir hann starf landsliðsþjálfara ágætlega. Henke Larsson ætti að vera knattspyrnuáhugamönnum góðkunnugur en framherjinn raðaði inn mörkunum fyrir Celtic og sænska landslið á löngum og glæstum ferli. Eftir að hann skórnir fóru á hilluna hefur hann stýrt þremur liðum, reyndar án teljandi árangurs og það verður að viðurkennast að hann er eiginlega bara á þessum lista vegna þess að hann er Svíi.Henke Larsson þekkir leikinn vel, en nógu vel til þess að vera þjálfari?Vísir/GettyHentar breski skólinn kannski bara best? Íslendingar hafa gríðarlegan áhuga á enska fótboltanum og segja má að fótboltinn á Bretlandseyjum hafi haft meiri áhrif hér á landi en knattspyrnumenning nokkurra annarra þjóða. Af þeim þjálfurum sem eru á lausu eru tvö nöfn sem geta talis vera helstu talsmenn hins hefðbundna enska 4-4-2-„ekkert kjaftæði“-fótbolta. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um David Moyes og Sam Allardyce.Hlutabréf í David Moyes hafa fallið töluvert í virði frá því að hann stýrði Manchester United án þess að ná þar nokkrum árangri. Hefur hann flakkað víða síðan þá og náði hann aðeins að rétta úr kútnum á síðasta tímabili þegar hann stýrði liði West frá falli í ensku úrvalsdeildinni.David Moyes lenti í miklu basli sem þjálfari Manchester United.Vísir/GettyMoyes vill að liðin sín spili agaðan og skipulagðan varnarleik og að sótt sé á réttum tíma, án þess að of mikil áhætta sé tekin. Þá sérhæfir hann sig í því að ná góðum úrslitum gegn stærri liðum. Hljómar þetta kunnuglega? Þá hefur Moyes auðvitað miklar Íslandstengingar enda hefur hann dvalið hér á landi. Þá helst í Vestmannaeyjum eins og einn ákveðinn þjálfari sem nýhættur er störfum. Sam Allardyce er einnig á lausu eftir að hafa hætt á frekar háðulegan hátt með enska landsliðið. Hann líkt og Moyes vill að liðin sín spili agaðan varnarleik og hefur hann byggt feril sinn upp á því að gera meira úr því efni sem honum stendur til boða en mögulegt var talið.Sjá einnig:Ísland gerði David Moyes að manni Líklegt er þó að launakröfur Allardyce séu allt of miklar fyrir KSÍ enda var hann gríðarlega vel launaður sem þjálfari Englands. Þó skal hafa í huga að samtals hefur hann rakað inn 13,5 milljónum punda fyrir að láta af störfum í gegnum tíðina og því vel mögulegt að hann gæti sætt sig við þau laun sem eru í boði hjá KSÍ, enda nóg til hjá Allardyce.Lesendur eru hvattir til þess að koma með eigin hugmyndir um hver sé hæfastur til þess að taka við af Heimi í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45 Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Heimi fannst ósanngjarnt að taka allan rjómann og sagði því nei takk Vísir var í beinni frá kveðjufundi Heimis Hallgrímssonar. 17. júlí 2018 11:45
Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ. 17. júlí 2018 10:08