Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Klárt rautt spjald á Sindra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þorvaldur var ekki nógu vel staðsettur til þess að sjá atvikið
Þorvaldur var ekki nógu vel staðsettur til þess að sjá atvikið S2 Sport
Víkingur komst í fimmta sæti Pepsi deildar karla með sigri á Keflavík í 10. umferð deildarinnar á föstudag. Sindri Þór Guðmundsson mátti telja sig heppinn að hafa ekki fengið rautt spjald í leiknum.

Það urðu smávægileg átök upp við hornfána á vallarhelmingi sem enduðu á því að Sindri Þór steig ofan á bak Alex Freys Hilmarssonar. Dómari leiksins, Þorvaldur Árnason, snéri frá atvikinu en gaf Sindra gult spjald.

„Þarna hefði ég viljað fá Þorvald miklu nær, þarna eru átök í horninu og þá viltu að dómarinn sé nær til þess að taka á þeim. Þegar hann lítur frá þá stígur Sindri bara ofan á Alex,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari og einn sérfræðinga Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Klárt beint rautt.“

Þegar þarna var komið við sögu var komið inn í uppbótartíma seinni hálfleiks svo rautt spjald hefði ekki skipt máli upp á gang leiksins, en hefði sent Sindra í leikbann í næsta leik.

Umræðuna úr Pepsimörkunum má sjá í spilaranum með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×