Norski vegvísirinn Ragna Sif Þórsdóttir skrifar 17. júlí 2018 07:00 Af hverju vilja laxeldisfyrirtæki á Íslandi margfalda framleiðslu sína með aðferðum sem liggur fyrir að norsk fyrirtæki telja ekki geta gengið til framtíðar? Norsk Industry (NI) birti árið 2017 vegvísi fyrir fiskeldisgeirann þar sem mörkuð er sú metnaðarfulla stefna að norsk laxeldisframleiðsla verði „skilvirkasta og náttúruvænsta próteinframleiðsla í heiminum“. NI eru samtök iðnaðarins í Noregi og eru öll helstu fiskeldisfyrirtæki landsins aðilar að samtökunum. Samkvæmt norska vegvísinum er markmiðið að fyrir árið 2030 verði ekkert strok fiska úr eldiskvíum, engin laxalús í kvíum og úrgangur sem fellur til við eldið verður endurunninn. Í vegvísinum kemur fram að lögð verður áhersla á öfluga þróun á aðferðum sem tryggja dýravelferð og að framleiðsluaðferðir verði sjálfbærar þar sem lífríkið og umhverfi verði í forgangi fremur en vöxtur greinarinnar. Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sambærilegar línur strax með skýrum hætti í lögum um fiskeldi. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi tók til meðferðar á vordögum kemur fram sú góða sýn að lögin eigi að „stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna“. Því miður skortir mikið upp á að þessi markmið séu útfærð í lagatextanum sjálfum. Úr því verður að bæta. Vissulega eru opnar sjókvíar ódýrasti kosturinn þegar koma á eldi af stað, en þær eru líka hvarvetna til vandræða út af stórfelldri mengun, laxalús og sjúkdómum sem höggva stór skörð í eldisdýrin og ættu fyrir vikið að vera óásættanleg aðferð við ábyrga matvælaframleiðslu. Það er fráleit tímaskekkja að Ísland ætli að hefja stórfellt iðnaðareldi á laxi með aðferðum sem unnið er við að leggja af annars staðar. Fiskeldi í opnum sjókvíum er enn tiltölulega lítið að umfangi hér við land. Við eigum að tryggja að vöxtur þess verði í sátt við umhverfi og lífríki landsins. Ekki má taka áhættu á óafturkræfum umhverfisspjöllum með úreltum aðferðum í fiskeldi. Nýta þarf nýjustu tækni og landeldi til að lágmarka umhverfisáhrif.Höfundur er í stjórn Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Af hverju vilja laxeldisfyrirtæki á Íslandi margfalda framleiðslu sína með aðferðum sem liggur fyrir að norsk fyrirtæki telja ekki geta gengið til framtíðar? Norsk Industry (NI) birti árið 2017 vegvísi fyrir fiskeldisgeirann þar sem mörkuð er sú metnaðarfulla stefna að norsk laxeldisframleiðsla verði „skilvirkasta og náttúruvænsta próteinframleiðsla í heiminum“. NI eru samtök iðnaðarins í Noregi og eru öll helstu fiskeldisfyrirtæki landsins aðilar að samtökunum. Samkvæmt norska vegvísinum er markmiðið að fyrir árið 2030 verði ekkert strok fiska úr eldiskvíum, engin laxalús í kvíum og úrgangur sem fellur til við eldið verður endurunninn. Í vegvísinum kemur fram að lögð verður áhersla á öfluga þróun á aðferðum sem tryggja dýravelferð og að framleiðsluaðferðir verði sjálfbærar þar sem lífríkið og umhverfi verði í forgangi fremur en vöxtur greinarinnar. Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sambærilegar línur strax með skýrum hætti í lögum um fiskeldi. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi tók til meðferðar á vordögum kemur fram sú góða sýn að lögin eigi að „stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna“. Því miður skortir mikið upp á að þessi markmið séu útfærð í lagatextanum sjálfum. Úr því verður að bæta. Vissulega eru opnar sjókvíar ódýrasti kosturinn þegar koma á eldi af stað, en þær eru líka hvarvetna til vandræða út af stórfelldri mengun, laxalús og sjúkdómum sem höggva stór skörð í eldisdýrin og ættu fyrir vikið að vera óásættanleg aðferð við ábyrga matvælaframleiðslu. Það er fráleit tímaskekkja að Ísland ætli að hefja stórfellt iðnaðareldi á laxi með aðferðum sem unnið er við að leggja af annars staðar. Fiskeldi í opnum sjókvíum er enn tiltölulega lítið að umfangi hér við land. Við eigum að tryggja að vöxtur þess verði í sátt við umhverfi og lífríki landsins. Ekki má taka áhættu á óafturkræfum umhverfisspjöllum með úreltum aðferðum í fiskeldi. Nýta þarf nýjustu tækni og landeldi til að lágmarka umhverfisáhrif.Höfundur er í stjórn Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar