Vísbendingar um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. október 2018 19:45 Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Vísir/ÞÞ Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal. Húsnæðismál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ákveðinn markaðsbrestur er á húsnæðismarkaði í Reykjavík því það er lítið sem ekkert framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði en mikið framboð af dýru húsnæði sem selst ekki. Þetta segir Sölvi Blöndal hagfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Gamma. Hann segir að ekkert bendi til að snörp lækkun sé framundan á íbúðamarkaði þótt framboð nýbygginga sé að nálgast fyrri hæðir. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar frá 2013 sem kvað á um þéttingu byggðar fól í sér róttækustu stefnubreytingu í skipulagsmálum borgarinnar frá 1960. Þétting byggðar hafði margþættar afleiðingar. Ein þeirra er lítið framboð af íbúðum á viðráðanlegu verði. Sölvi Blöndal hagfræðingur hjá Gamma segir að vísbendingar séu um markaðsbrest á íbúðamarkaði í Reykjavík. „Það er augljóslega nóg framboð af vissum tegundum íbúðarhúsnæðis. Þá er ég að tala um dýrar og stórar íbúðir, jafnvel lúxusíbúðir. En það er algjört skortur á því sem er kallað "affordable housing" á ensku eða húsnæði á viðráðanlegu verði. Ég hef verið að segja að þetta er ein af afleiðingum stefnu um þéttingu byggðar. Það er meira framboð núna af dýrara húsnæði en minna framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. Þetta er bein afleiðing af því að byggingarkostnaður í kjölfarið á þéttingu byggðar hefur hækkað,“ segir Sölvi. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Graf: Hagfræðideild Landsbankans.Framboð af nýju húsnæði komst á síðasta ári yfir sögulegt meðaltal eftir mikla lægð eftir fjármálakreppuna 2008. Framboð af nýbyggingum er nú að nálgast fyrri hæðir ef marka má spár um nýbyggingar íbúðarhúsnæðis til ársins 2020. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans sem kom út fyrr á þessu ári er rakið að hækkanir á íbúðaverði stöðvuðust í fyrra eftir miklar hækkanir síðustu ára. Því má spyrja, eru lækkanir framundan á íbúðamarkaði? „Það er alltaf erfitt að spá fyrir um verðþróun á einstaka mörkuðum. Það verður samt að hafa í huga að skuldsetning í íbúðarhúsnæði og skuldir heimilanna hafa lækkað og eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Þegar ástandið er með þeim hætti er vissulega erfitt að sjá fyrir sér eitthvað verðfall eða áfall á íbúðamarkaði,“ segir Sölvi Blöndal.
Húsnæðismál Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira