Erlent

Dýrin aftur í búrin í Lunebach

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ljón, tígrisdýr, jagúar og bjarndýr sluppu úr búrum sínum í Þýskalandi í morgun.
Ljón, tígrisdýr, jagúar og bjarndýr sluppu úr búrum sínum í Þýskalandi í morgun. Vísir/afp
Það varð uppi fótur og fit þegar tvö ljón, tvö tígrisdýr og jagúar sluppu úr búrum sínum í dýragarðinum Eifel í bænum Lunebach í morgun að því er fram kemur á vef BBC.

Lögregla, slökkvilið og dýralæknar voru með mikinn viðbúnað og leituðu dýranna meðal annars með drónum og það með góðum árangri því dýrin fundust að lokum.

Íbúar í nærliggjandi hverfum voru beðnir um að halda sig innandyra á meðan dýrin léku enn lausum hala.

Bjarndýr slapp einnig úr garðinum en hann var skotinn fyrr í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×