Mynd Baltasars fær blendnar viðtökur Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2018 07:19 Adrift segir frá ungri konu sem þarf að bjarga sér og unnustunum úr háska á Kyrrahafinu. STXFILMS Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. Myndin verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í dag en hún var frumsýnd í Los Angeles undir lok maímánaðar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún segir frá Tami Oldham sem þarf að bjarga sér og unnusta sínum úr sjávarháska eftir að hafa lent í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu.Sjá einnig: Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafsÁ vef IMDB, einu víðlesnasta vefsvæðinu um kvikmyndir, fær Adrift 6,4 í einkunn. Rétt er þó að taka þeirri einkunn með ákveðnum fyrirvara. Einkunnagjöf IMDB byggir á atkvæðum almennings og til þessa hafa aðeins 183 notendur vefsins gefið myndinni einkunn. Hún kann því að breytast mikið þegar myndin verður tekin til almennra sýninga.Engu að síður fær Adrift mjög sambærilega einkunn á vef Rotten Tomatoes, en sú einkunnagjöf byggir á álitri „viðurkenndra“ gagnrýnenda. Meðaltalseinkunn þeirra 49 umsagna sem Adrift hefur fengið til þessa er 65%. Þar af segja 32 gagnrýnendur að myndin sé „fersk“ en hinir 17 telja Adrift vera „rotna.“ Gagnrýnandi Wall Street Journal, sem vísað er í á vef Rotten Tomatoes, segir til að mynda að myndin sé alltof rómantísk. Hann hafi nánast orðið sjóveikur við að horfa á allar ástarjátningar aðalpersónanna. Þrír aðrir gagnrýnendur taka í sama streng. Þessi sífellda áhersla á ástina dragi kraftinn úr myndinni. Þó eru fleiri sem eru jákvæðir fyrir myndinni, sem fyrr segir. Þeir leggja áherslu á það hvernig Adrift nær að draga fram sálfræðilega þáttinn í hörmungum, eins og sjávarháskanum sem aðalpersónurnar lenda í. Þá sé myndatakan og klippingin jafnframt til fyrirmyndar.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. Myndin verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í dag en hún var frumsýnd í Los Angeles undir lok maímánaðar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún segir frá Tami Oldham sem þarf að bjarga sér og unnusta sínum úr sjávarháska eftir að hafa lent í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu.Sjá einnig: Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafsÁ vef IMDB, einu víðlesnasta vefsvæðinu um kvikmyndir, fær Adrift 6,4 í einkunn. Rétt er þó að taka þeirri einkunn með ákveðnum fyrirvara. Einkunnagjöf IMDB byggir á atkvæðum almennings og til þessa hafa aðeins 183 notendur vefsins gefið myndinni einkunn. Hún kann því að breytast mikið þegar myndin verður tekin til almennra sýninga.Engu að síður fær Adrift mjög sambærilega einkunn á vef Rotten Tomatoes, en sú einkunnagjöf byggir á álitri „viðurkenndra“ gagnrýnenda. Meðaltalseinkunn þeirra 49 umsagna sem Adrift hefur fengið til þessa er 65%. Þar af segja 32 gagnrýnendur að myndin sé „fersk“ en hinir 17 telja Adrift vera „rotna.“ Gagnrýnandi Wall Street Journal, sem vísað er í á vef Rotten Tomatoes, segir til að mynda að myndin sé alltof rómantísk. Hann hafi nánast orðið sjóveikur við að horfa á allar ástarjátningar aðalpersónanna. Þrír aðrir gagnrýnendur taka í sama streng. Þessi sífellda áhersla á ástina dragi kraftinn úr myndinni. Þó eru fleiri sem eru jákvæðir fyrir myndinni, sem fyrr segir. Þeir leggja áherslu á það hvernig Adrift nær að draga fram sálfræðilega þáttinn í hörmungum, eins og sjávarháskanum sem aðalpersónurnar lenda í. Þá sé myndatakan og klippingin jafnframt til fyrirmyndar.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Sjá meira
„Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02
Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42
Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37