Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2018 13:00 Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður. Jól Jólamatur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður.
Jól Jólamatur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira