Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. desember 2018 13:30 Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“ Fangelsismál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“
Fangelsismál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira