Magnús reynir fyrir sér í tónlistinni í Los Angeles: „Orðinn þreyttur á rútínunni og slabbinu á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2018 16:30 Magnús með glænýtt lag og myndband. Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles og stundar hann nám í því sem hann kallar pródúseringu í tónlist. Magnús er sjálfur tónlistarmaður og frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið No Place Like Home á Vísi. „Ég er búinn að búa í Kaliforníu núna í 2 og hálft ár. Hér er sól og gott veður allan ársins hring og alltaf nóg um að vera þannig maður lætur sér aldrei leiðast. Það er mjög hollt fyrir Íslending að komast í þannig aðstæður. Ég flutti hingað af mjög einföldum ástæðum, ég þurfti að komast í annað umhverfi og sjá hlutina með öðru ljósi. Maður var orðinn þreyttur á rútínunni og slabbinu á Íslandi og fannst það sem ég var að gera í daglega lífinu ekki nógu krefjandi. Svo er þetta náttúrulega suðupotturinn fyrir tónlistarfólk, hér er annar hver maður að vinna í tónlist.“ Magnús segist vera með hljóðver sem hann hannaði sjálfur heima hjá sér í L.A.Vinnur allt heima hjá sér „Það er með öllum helstu græjum þar sem ég get tekið upp meiri hlutann af því sem þarf. Ég hef meðal annars fengið vini hérna úti í heimsókn til að taka upp lög. Það er mjög þægilegt að geta stokkið í stúdíóið þegar hentar. Svo er enginn nálægt þannig ég get spilað eins hátt og ég vil sem er mikill kostur.“ Magnús segir að hugmyndin af laginu No Place Like Home sé í rauninni sú að maður geti verið hvar sem er í heiminum en það sé enginn staður sem jafnist á við heimaslóðirnar. „Hvað sem fólk tengir við orðið „heima” er svo annað mál. Ég tengi þetta við svo margt, eins og t.d. Ísland, manneskju, æsku, fjölskyldu eða vini. Einn daginn get ég hlustað á lagið og hugsað til Íslands, næsta skipti fjölskyldu og vini og svo kannski annan dag einhverja ákveðna manneskju. Það var hugmyndin af titlinum af laginu.“* Það er nóg framundan hjá Magnúsi. „Ég á orðið svolítið af lögum núna og nokkur þeirra hafa verið tekin upp nú þegar. Ætli ég stefni ekki á að gefa út albúm í lok árs eða byrjun næsta árs með kannski 10-12 lögum. Ég á mikið af mismunandi lögum þannig það verður vonandi eitthvað fyrir alla. Samfélagsmiðlar Magnúsar:Instagram: IamMagnusGunnarssonFacebook: IamMagnusGunnarssonTwitter: IamGunnarsson Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Magnús Gunnarsson er búsettur í Los Angeles og stundar hann nám í því sem hann kallar pródúseringu í tónlist. Magnús er sjálfur tónlistarmaður og frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið No Place Like Home á Vísi. „Ég er búinn að búa í Kaliforníu núna í 2 og hálft ár. Hér er sól og gott veður allan ársins hring og alltaf nóg um að vera þannig maður lætur sér aldrei leiðast. Það er mjög hollt fyrir Íslending að komast í þannig aðstæður. Ég flutti hingað af mjög einföldum ástæðum, ég þurfti að komast í annað umhverfi og sjá hlutina með öðru ljósi. Maður var orðinn þreyttur á rútínunni og slabbinu á Íslandi og fannst það sem ég var að gera í daglega lífinu ekki nógu krefjandi. Svo er þetta náttúrulega suðupotturinn fyrir tónlistarfólk, hér er annar hver maður að vinna í tónlist.“ Magnús segist vera með hljóðver sem hann hannaði sjálfur heima hjá sér í L.A.Vinnur allt heima hjá sér „Það er með öllum helstu græjum þar sem ég get tekið upp meiri hlutann af því sem þarf. Ég hef meðal annars fengið vini hérna úti í heimsókn til að taka upp lög. Það er mjög þægilegt að geta stokkið í stúdíóið þegar hentar. Svo er enginn nálægt þannig ég get spilað eins hátt og ég vil sem er mikill kostur.“ Magnús segir að hugmyndin af laginu No Place Like Home sé í rauninni sú að maður geti verið hvar sem er í heiminum en það sé enginn staður sem jafnist á við heimaslóðirnar. „Hvað sem fólk tengir við orðið „heima” er svo annað mál. Ég tengi þetta við svo margt, eins og t.d. Ísland, manneskju, æsku, fjölskyldu eða vini. Einn daginn get ég hlustað á lagið og hugsað til Íslands, næsta skipti fjölskyldu og vini og svo kannski annan dag einhverja ákveðna manneskju. Það var hugmyndin af titlinum af laginu.“* Það er nóg framundan hjá Magnúsi. „Ég á orðið svolítið af lögum núna og nokkur þeirra hafa verið tekin upp nú þegar. Ætli ég stefni ekki á að gefa út albúm í lok árs eða byrjun næsta árs með kannski 10-12 lögum. Ég á mikið af mismunandi lögum þannig það verður vonandi eitthvað fyrir alla. Samfélagsmiðlar Magnúsar:Instagram: IamMagnusGunnarssonFacebook: IamMagnusGunnarssonTwitter: IamGunnarsson
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið