Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 14:34 Íbúðin þar sem eldurinn kom upp. Vísir/Ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að tæknideild lögreglunnar sé búin að fara bæði á vettvang í Grafarvogi og Mosfellsbæ til rannsóknar en ótímabært sé að gefa eitthvað út um eldsupptök þar sem rannsóknum lögreglu sé ekki lokið. Á þessari stundu sé þó ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, hvorki í Grafarvogi né í Mosfellsbæ. Í Grafarvogi kom upp eldur í íbúð á næstefstu hæð hússins. Íbúinn sem býr í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp var fluttur í lífshættu á Landspítalann og er enn á gjörgæslu. Eldsins varð vart um klukkan hálf þrjú og logaði mikill eldur í íbúðinni, þegar slökkvilið kom á vettvang. Reykkafarar fundu húsráðandann meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Sex aðrir íbúar hússins voru fluttir á slysadeild til rannsókna vegna gruns um reykeitrun, en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Í Mosfellsbæ kviknaði í litlu timburhúsi. Fimm manna fjölskylda komst með naumindum út um glugga á húsinu en þau urðu eldsins vör vegna reykskynjara. Voru þau flutt á slysadeild með reykeitrun og minniháttar meiðsl. Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Enn á gjörgæslu eftir eldsvoða í Grafarvogi Tólf fluttir á Landspítalann eftir tvo eldsvoða í nótt en stór hluti þeirra hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 11:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að tæknideild lögreglunnar sé búin að fara bæði á vettvang í Grafarvogi og Mosfellsbæ til rannsóknar en ótímabært sé að gefa eitthvað út um eldsupptök þar sem rannsóknum lögreglu sé ekki lokið. Á þessari stundu sé þó ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, hvorki í Grafarvogi né í Mosfellsbæ. Í Grafarvogi kom upp eldur í íbúð á næstefstu hæð hússins. Íbúinn sem býr í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp var fluttur í lífshættu á Landspítalann og er enn á gjörgæslu. Eldsins varð vart um klukkan hálf þrjú og logaði mikill eldur í íbúðinni, þegar slökkvilið kom á vettvang. Reykkafarar fundu húsráðandann meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Sex aðrir íbúar hússins voru fluttir á slysadeild til rannsókna vegna gruns um reykeitrun, en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Í Mosfellsbæ kviknaði í litlu timburhúsi. Fimm manna fjölskylda komst með naumindum út um glugga á húsinu en þau urðu eldsins vör vegna reykskynjara. Voru þau flutt á slysadeild með reykeitrun og minniháttar meiðsl.
Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Enn á gjörgæslu eftir eldsvoða í Grafarvogi Tólf fluttir á Landspítalann eftir tvo eldsvoða í nótt en stór hluti þeirra hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 11:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29
Enn á gjörgæslu eftir eldsvoða í Grafarvogi Tólf fluttir á Landspítalann eftir tvo eldsvoða í nótt en stór hluti þeirra hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 11:12
Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48