Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2018 14:25 Kristen Stewart og Blake Lively með Woody Allen á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2016. Vísir/Getty Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop. Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop.
Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45
Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30