Flestir sáu The Last Jedi á Íslandi en Ég man þig var tekjuhæst Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2018 10:23 Í tilkynningu frá Frísk kemur fram að í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eru íslenskar myndir sem tróna á toppnum sem stærstu kvikmyndir á árinu, Ég man þig og Undir trénu. Áttunda Stjörnustríðsmyndin, The Last Jedi, var aðsóknamesta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum á árinu 2017. 50.645 gestir sáu myndina frá því hún var frumsýnd 14. desember síðastliðinn en listinn yfir 20 aðsóknarmestu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum árið 2017 nær yfir tímabilið frá 1. janúar 2017 til 31. desember síðastliðinn. Eru tölurnar frá Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð, eða Frísk. Þessir rúmlega 50 þúsund gestir skiluðu Star Wars-myndinni 67,5 milljónir króna í tekjur en myndin var sú eina á árinu sem fór yfir 50 þúsund gesti. Frísk raðar listanum eftir tekjum sem er gert svo að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á vinsældir kvikmynda. Því er íslenska hrollvekjan Ég man þig í fyrsta sæti en myndin þénaði 76 milljónir á 47.368 gestum. Það munar því um 3.200 gestum á Ég man þig og Star Wars: The Last Jedi. Það sem útskýrir tekjumuninn er að það kostar meira á íslenskar myndir heldur en erlendar í íslenskum kvikmyndahúsum.Í öðru sæti á listanum er myndin Undir trénu sem þénaði rétt um 190 þúsund krónum meira heldur en The Last Jedi, eða 67 milljónir og 736.000 krónur. 42.427 sáu Undir trénu. Í tilkynningu frá Frísk kemur fram að í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eru íslenskar myndir sem tróna á toppnum sem stærstu kvikmyndir á árinu, Ég man þig og Undir trénu. Heildartekjur allra kvikmynda í íslenskum kvikmyndahúsum á árinu námu 1.688.453.577 kr. sem er á pari við tekjur kvikmyndahúsa árið 2016 sem námu þá 1.689.720.455 kr. Aðsókn dróst hins vegar saman um 3,4%. Var 1.371.820 árið 2017 en var 1.420.435 árið 2016. Hver Íslendingur fór því rúmlega fjórum sinnum í kvikmyndahús á árinu.Bandarískar kvikmyndir áttu 85% af markaðnum sé horft til tekna en 87% sé horft til aðsóknar. Þetta er ívið minna en árið á undan þegar bandarískar kvikmyndir voru með í kringum 90% af markaðinum, sem var óvenjuhátt hlutfall. Allar 20 stærstu myndirnar, að þeim þremur íslensku undanskildum, komu úr smiðju bandarísku kvikmyndastúdíóanna. Síðasta ár var einkar gott fyrir Disney á Íslandi því þaðan komu myndirnar sem röðuðu sér í sæti þrjú til sex. Aðrar erlendar kvikmyndir en bandarískar voru því með 3,4% af markaðnum í tekjum á síðasta ári. Vinsælasta kvikmynd ársins vestur í Bandaríkjunum í tekjum talið var Star Wars: The Last Jedi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2017: Ég man þig og Undir trénu með mikla yfirburði Myndirnar fóru báðar yfir Eiðinn sem var aðsóknarmest í fyrra. 8. desember 2017 10:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Áttunda Stjörnustríðsmyndin, The Last Jedi, var aðsóknamesta myndin í íslenskum kvikmyndahúsum á árinu 2017. 50.645 gestir sáu myndina frá því hún var frumsýnd 14. desember síðastliðinn en listinn yfir 20 aðsóknarmestu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum árið 2017 nær yfir tímabilið frá 1. janúar 2017 til 31. desember síðastliðinn. Eru tölurnar frá Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndagerð, eða Frísk. Þessir rúmlega 50 þúsund gestir skiluðu Star Wars-myndinni 67,5 milljónir króna í tekjur en myndin var sú eina á árinu sem fór yfir 50 þúsund gesti. Frísk raðar listanum eftir tekjum sem er gert svo að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á vinsældir kvikmynda. Því er íslenska hrollvekjan Ég man þig í fyrsta sæti en myndin þénaði 76 milljónir á 47.368 gestum. Það munar því um 3.200 gestum á Ég man þig og Star Wars: The Last Jedi. Það sem útskýrir tekjumuninn er að það kostar meira á íslenskar myndir heldur en erlendar í íslenskum kvikmyndahúsum.Í öðru sæti á listanum er myndin Undir trénu sem þénaði rétt um 190 þúsund krónum meira heldur en The Last Jedi, eða 67 milljónir og 736.000 krónur. 42.427 sáu Undir trénu. Í tilkynningu frá Frísk kemur fram að í fyrsta skipti frá því mælingar hófust eru íslenskar myndir sem tróna á toppnum sem stærstu kvikmyndir á árinu, Ég man þig og Undir trénu. Heildartekjur allra kvikmynda í íslenskum kvikmyndahúsum á árinu námu 1.688.453.577 kr. sem er á pari við tekjur kvikmyndahúsa árið 2016 sem námu þá 1.689.720.455 kr. Aðsókn dróst hins vegar saman um 3,4%. Var 1.371.820 árið 2017 en var 1.420.435 árið 2016. Hver Íslendingur fór því rúmlega fjórum sinnum í kvikmyndahús á árinu.Bandarískar kvikmyndir áttu 85% af markaðnum sé horft til tekna en 87% sé horft til aðsóknar. Þetta er ívið minna en árið á undan þegar bandarískar kvikmyndir voru með í kringum 90% af markaðinum, sem var óvenjuhátt hlutfall. Allar 20 stærstu myndirnar, að þeim þremur íslensku undanskildum, komu úr smiðju bandarísku kvikmyndastúdíóanna. Síðasta ár var einkar gott fyrir Disney á Íslandi því þaðan komu myndirnar sem röðuðu sér í sæti þrjú til sex. Aðrar erlendar kvikmyndir en bandarískar voru því með 3,4% af markaðnum í tekjum á síðasta ári. Vinsælasta kvikmynd ársins vestur í Bandaríkjunum í tekjum talið var Star Wars: The Last Jedi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Íslenska bíóárið 2017: Ég man þig og Undir trénu með mikla yfirburði Myndirnar fóru báðar yfir Eiðinn sem var aðsóknarmest í fyrra. 8. desember 2017 10:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Íslenska bíóárið 2017: Ég man þig og Undir trénu með mikla yfirburði Myndirnar fóru báðar yfir Eiðinn sem var aðsóknarmest í fyrra. 8. desember 2017 10:30