Innlent

Ófært á Brekknaheiði og Hófaskarði

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Flughálka er á Skógarströnd.
Flughálka er á Skógarströnd. Vísir/GVA
Á Suðurlandi er hálka eða hálkublettir en flughálka víða í uppsveitum og á minna förnum leiðum. Einnig er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á Vesturlandi. Flughálka er á Skógarströnd.

Hálka eða snjóþekja er á Vestfjörðum og skafrenningur er á fjallvegum.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og eitthvað um skafrenning á fjallvegum. Mjög mikil hálka og jafnvel flughálka er í Húnavatnssýslu. Þæfingsfærð er á Hólasandi og ófært er á Brekknaheiði og á Hófaskarði.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á flest öllum leiðum, skafrenningur og éljagangur á fjallvegum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Vatnsskarði eystra. Mjög mikil hálka og flughálka er með ströndinni að höfn. Á Suðausturlandi er einnig hálka og hálkublettir.

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×