Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Ingvar Þór Björnsson skrifar 7. janúar 2018 20:55 Giske hefur átt sæti á norska þinginu frá árinu 1997. Vísir/AFP Trond Giske hefur ákveðið að snúa ekki aftur í stól varaformanns norska Verkamannaflokksins í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti. NRK greinir frá. Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. Í kjölfarið birtust fleiri ásakanir á hendur hans. Þá sagðist Giske vona að með því að stíga til hliðar tímabundið gæti hann fengið svigrúm til að svara fyrir ásakanirnar sem væru að hluta til ekki á rökum reistar. Nú hefur Trond Giske gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann komi ekki til með að snúa aftur í stól varaformannsins. Í færslu á Facebook síðu sinni segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við sína nánustu fjölskyldu. „Helsta ástæða þess að ég tók þessa ákvörðun er að það er ómögulegt fyrir mig og fjölskylduna mína að halda áfram undir því álagi sem við höfum verið undir síðustu vikur. Byrðin er of mikil en þetta hefur haft áhrif á fólkið sem ég elska mest sem valdi ekki líf stjórnmálamannsins,“ skrifar Giske. Hefur átt sæti á norska þinginu frá 1997 Þá segist hann hlakka til að segja sína hlið af málunum. Sökum veikinda sinna hafi hann ekki getað gert það enn sem komið er. „Ég mun svara öllum spurningum og leiðrétta það sem er rangt. Ég biðst aftur afsökunar á því sem ég hef gert sem hafa valdið öðrum óþægindum,“ segir hann. Giske hefur átt sæti á norska þinginu frá árinu 1997. Hann hefur á ferli sínum verið kirkju- og menntamálaráðherra, menningarmálaráðherra og viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra. Verkamannaflokkurinn er stærsti flokkurinn á norska þinginu en er í stjórnarandstöðu. Hann Hlaut 27,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Noregur MeToo Tengdar fréttir Stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðislega áreitni Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur stigið til hliðar vegna ásakananna. 1. janúar 2018 23:05 Sakaður um að hafa áreitt ungliða kynferðislega Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur verið sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 22. desember 2017 10:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Trond Giske hefur ákveðið að snúa ekki aftur í stól varaformanns norska Verkamannaflokksins í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti. NRK greinir frá. Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. Í kjölfarið birtust fleiri ásakanir á hendur hans. Þá sagðist Giske vona að með því að stíga til hliðar tímabundið gæti hann fengið svigrúm til að svara fyrir ásakanirnar sem væru að hluta til ekki á rökum reistar. Nú hefur Trond Giske gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann komi ekki til með að snúa aftur í stól varaformannsins. Í færslu á Facebook síðu sinni segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við sína nánustu fjölskyldu. „Helsta ástæða þess að ég tók þessa ákvörðun er að það er ómögulegt fyrir mig og fjölskylduna mína að halda áfram undir því álagi sem við höfum verið undir síðustu vikur. Byrðin er of mikil en þetta hefur haft áhrif á fólkið sem ég elska mest sem valdi ekki líf stjórnmálamannsins,“ skrifar Giske. Hefur átt sæti á norska þinginu frá 1997 Þá segist hann hlakka til að segja sína hlið af málunum. Sökum veikinda sinna hafi hann ekki getað gert það enn sem komið er. „Ég mun svara öllum spurningum og leiðrétta það sem er rangt. Ég biðst aftur afsökunar á því sem ég hef gert sem hafa valdið öðrum óþægindum,“ segir hann. Giske hefur átt sæti á norska þinginu frá árinu 1997. Hann hefur á ferli sínum verið kirkju- og menntamálaráðherra, menningarmálaráðherra og viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra. Verkamannaflokkurinn er stærsti flokkurinn á norska þinginu en er í stjórnarandstöðu. Hann Hlaut 27,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum.
Noregur MeToo Tengdar fréttir Stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðislega áreitni Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur stigið til hliðar vegna ásakananna. 1. janúar 2018 23:05 Sakaður um að hafa áreitt ungliða kynferðislega Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur verið sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 22. desember 2017 10:39 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðislega áreitni Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur stigið til hliðar vegna ásakananna. 1. janúar 2018 23:05
Sakaður um að hafa áreitt ungliða kynferðislega Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur verið sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 22. desember 2017 10:39