Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 20:00 Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. Vísir/Samsett Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira