Framkvæmdastjóri Ikea sló í gegn á fundi bænda: Sagðist vera að moka út lambakjöti Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. janúar 2018 20:50 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. Vísir/Ernir Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent