Innlent

Hálka og snjóþekja á vegum

Atli Ísleifsson skrifar
Varasöm færð er á vegum víða um land.
Varasöm færð er á vegum víða um land. vísir/vilhelm
Hálka og snjóþekja er á vegum á Suðurlandi, þæfingur á Lyngdalsheiði og upp að Gullfossi. Snjókoma eða éljagangur er mjög víða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

„Flughálka er í uppsveitum Borgarfjarðar. Þungfært er á Fróðárheiði og Bröttubrekku annars er hálka, þæfingur og snjóþekja á vegum.

Vestfirði. Þæfingur eða snjóþekja er á vegum og éljagangur mjög víða. Þungfært er á Drangsnesvegi.

Norðurland. Hálka, þæfingur og snjóþekja og all nokkur éljagangur. Þungfært er á Þverárfjalli og ófært á Siglufjarðarveig frá Ketilás í Siglufjörð. Þungfært er á Hófaskarði og á Brekknaheiði.

Suðausturland. Hálka, snjóþekja og éljagangur,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×