Reynsluboltinn Rastko Stojkovic hefur ákveðið að fresta hnéaðgerð svo hann geti spilað með Serbum á EM í Króatíu. Serbar eru í riðli með Íslandi á mótinu.
Stojkovic átti að fara í aðgerðina þann 10. janúar en í ljósi þess að það Serbar hafa orðið fyrir skakkaföllum í aðdraganda mótsins ákvað Stojkovic að fórna sér.
„Við verðum miklu sterkari með Rastko í hópnum. Ég ber mikla virðingu fyrir því að hann ætli sér að hjálpa okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Jovica Cvetkovic.
Þessi 36 ára gamli línumaður spilar með Meskhkov Brest en hann hefur einnig leikið með Kielce og liðum í Þýskalandi.
Stojkovic tekur slaginn með Serbum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti

Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
