Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2018 20:00 Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson. Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson.
Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15