Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2018 20:00 Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson. Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson.
Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15