Neyðarlínan tengd á ný í Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Neyðarlínan hefur nú verið tengd á ný og geta ríkin því auðveldlega átt í beinum samskiptum. vísir/epa Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira