Trump segir Bannon hafa misst vitið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 19:45 Þeir sjást hér saman Trump og Bannon, sá fyrrnefndi í forgrunni en sá síðarnefndi við enda borðsins. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27