Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina Stefán Benediktsson skrifar 4. janúar 2018 07:00 Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stefán Benediktsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í umræðu verður mönnum, einnig mér, oft á að bera saman tilfinningar, kröfur og staðreyndir. Tölum um umferð. Bílar menga og geta valdið skaða. Það er staðreynd. Hjól menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, staðreynd. Gangandi fólk eða fjölskyldur á heimilum sínum menga ekki og skaða aðra afar sjaldan, líka staðreynd. Bílar menga með eitruðum útblæstri og sliti dekkja og gatna, staðreynd. Bílar menga enn meira ef ekið er á negldum dekkjum. Önnur staðreynd. Bílar menga mest þegar þeim er ekið hratt, en minna ef þeim er ekið hægt, líka staðreynd. Alvarlegustu umferðarslys tengjast líka miklum hraða. Því minni hraði þeim mun færri alvarleg slys. Allt eru þetta ómótmælanlegar staðreyndir. Bílar auka lífsgæði ökumanna og farþega (nema í slysum), það er staðreynd, en þeir draga úr lífsgæðum íbúa og vegfarenda við umferðargötur aðallega með hávaða, ryk- og eiturefnamengun. Mælanleg staðreynd. Það er enginn Reykvíkingur í stríði gegn bílum, bílaeign er mikil og einkabílar eru mörgum afar nauðsynlegir, en alls ekki öllum. Barátta hjólandi og gangandi og Hlíðabúa snýst ekki um löngun til að mega ógna lífi og heilsu annarra, heldur að öll umferð virði jafnan rétt allra borgarbúa til lífsgæða. Það er auðmjúk krafa. Hjólreiðafólk, fótgangendur og íbúar t.d. í Hlíðunum vilja bara jafnan rétt í umferðinni ekki misrétti. Íbúar og vegfarendur við Miklubraut þurfa hvorki skýrslur, né fullyrðingar sjálfskipaðra sérfræðinga, til að átta sig á að minni ökuhraði og bílar án nagladekkja myndu auka lífsgæði við þessa fjölförnustu götu bæjarins. Sú vissa er tilfinningalegt mat margra en byggir á reynslu sem hægt er að staðreyna. Minni hávaði, minni ryk- og eiturefnamengun og minni slysahætta eru lífsgæði sem borgaryfirvöld og Vegagerð skulda íbúum við Miklubraut og í Hlíðahverfinu öllu, með um hálfrar aldar vöxtum. Það fyrra er krafa en það seinna tilfinningaleg væmni. Þessum lífsgæðum má ná með því að draga úr umferðarhraða, það er óbifanleg staðreynd. Það kostar ekki heilsu ökumanna að leggja fyrr af stað í vinnuna til að bæta upp lengdan ferðatíma, en of mikill hávaði og of mikil mengun daginn út og daginn inn kostar heilbrigði íbúa við fjölfarnar götur, það er ömurleg staðreynd. Auðvitað hafa allir rétt til að aka um Miklubrautina, augljós staðreynd, en íbúar Hlíðanna eiga líka rétt á betri lífsgæðum. Það er réttlætanleg krafa. Ef þið akið hægar getum við og börnin andað léttar. Það vekur tilfinningu um lífsgæði. Sunnudagsmorgnar við Miklubrautina eru allt sem þarf til að sanna að það er afbragðs tilfinning. Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar