Alexis Sanchez gæti verið á förum frá Arsenal í janúarglugganum, en Arsene Wenger sagði það mögulegt að félagið myndi selja Sílemanninn. Þetta segir The Mirror í dag.
Sanchez verður samningslaus í sumar og hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Lundúnaliðið. Bæði Manchester City og Paris Saint-German hafa sýnt leikmanninum áhuga.
City hafði ætlað að bíða þar til í sumar og geta fengið leikmanninn frítt, en með meiðslum Gabriel Jesus gæti Pep Guardiola viljað fá framherjann til sín fyrr.
Samkvæmt heimildum Mirror mun Arsenal hlusta á tilboð hærri en 25 milljónir punda, og mun ekki selja Sanchez nema eftirmaður hans sé tryggður.
