Enski boltinn

Wenger: Ekkert tilboð komið í Sánchez

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexis Sánchez og Arsene Wenger á æfingu.
Alexis Sánchez og Arsene Wenger á æfingu. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að ekkert tilboð hafi borist frá Manchester City í Alexis Sánchez.

Samningur Sílemannsins við Arsenal rennur út í sumar. Sánchez hefur verið sterklega orðaður við City í janúarglugganum en Wenger segir að Arsenal hafi enn ekki fengið tilboð í leikmanninn.

„Það hefur enginn haft samband. Þetta félag hefur áður misst stóra leikmenn og þraukað. En þú vilt halda þínum bestu leikmönnum,“ sagði Wenger á blaðamannafundi í dag.

Sánchez hefur átt misjafna leiki með Arsenal í vetur og verið sakaður um að leggja sig ekki nógu mikið fram fyrir liðið. Hann hefur alls skorað átta mörk í 19 leikjum á þessu tímabili.

Arsenal mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.


Tengdar fréttir

Wenger leikjahæstur frá upphafi

Arsene Wenger verður leikjahæsti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar hann stýrir Arsenal gegn West Bromwich Albion í lokaleik ársins.

Wenger: Dómarinn sá ekki atvikið

Arsene Wenger segir Mike Dean, dómara leiks Arsenal og WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag, ekki hafa séð atvikið sem hann dæmdi vítaspyrnu á undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×