Enski boltinn

Dramatískar lokamínútur í báðum leikjum gærdagsins | Myndbönd

Dagur Lárusson skrifar
Ederson ver vítaspyrnuna
Ederson ver vítaspyrnuna vísir/getty
Það var ekki mikið um mörk á síðasta degi ársins í ensku úrvalsdeildinni en það vantaði hinsvegar ekkert upp á dramatíkina, hvorki á Selhurst Park né á The Hawthorns.

Það má segja að Manchester City hafi ekki átt sinn besta leik er liðið mætti Crystal Palace á Selhurst Park og munaði engu á því að Crystal Palace yrði fyrsta liðið til að vinna toppliðið. Wilfred Zaha fiskaði vítaspyrnu undir lok leiksins sem Milivojevic tók en hann lét Ederson í marki Manchester City verja frá sér.

Markalaust jafntefli var niðurstaðan í þessum leik og því batt Crystal Palace enda á 18 leikja sigurgöngu Manchester City í deildinni.

Arsenal fór í heimsókn á The Hawthorns þar sem Alexis Sanchez skoraði fyrsta mark leiksins á 83. mínútu. Allt virtist þá stefna í sigur Arsenal en þá fékk WBA dæmda umdeilda vítaspyrnu. Jay Rodriguez skoraði úr henni og þar við sat.

Crystal Palace - Manchester City 0-0
WBA - Arsenal 1-1

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×