Innlent

Risaturn ekki í kortunum hjá borginni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hugmynd að svokölluðum Veðurvita í gögnum Reita. Mynd/Tvíhorf/Gagarín
Hugmynd að svokölluðum Veðurvita í gögnum Reita. Mynd/Tvíhorf/Gagarín
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fréttablaðið/Andri
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segist ekki hafa fengið í hendur tillögu fasteignafélagsins Reita um 110 metra útsýnisturn í einkaframkvæmd við Sæbraut. Tillögunni var vísað til skoðunar hjá formanninum af fundi skipulagsstjóra.

„Það hefur staðið til í nokkurn tíma að setja í námunda við Höfða gulan vita eins og gömlu vitarnir eru. Menn úti í bæ geta verið með alls kyns hugmyndir en það er ekkert annað sem stendur til af hálfu borgarinnar,“ segir Hjálmar sem undirstrikar að eftir sé að skoða tillögu Reita sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Samkvæmt henni munu borgin og Faxaflóahafnir eignast turninn 25 til 30 árum eftir að hann rís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×