Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Skúli Helgason skrifar 19. janúar 2018 09:57 Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. Þú fjallar þar um kjarabaráttu kennara og spyrð mig einfaldrar spurningar, hvort ég muni beita mér fyrir kjarabótum grunnskólakennara. Við því er einfalt svar og skýrt: Já, ég mun gera það. Það hef ég reyndar gert frá því ég tók sæti í borgarstjórn árið 2014 og reyndar fyrir þann tíma. Það er því ekki rétt sem þú segir í bréfinu að ég og mínir félagar hafi „staðið gegn launaleiðréttingu kennara hingað til“.Þvert á móti, við hjá borginni höfum sérstaklega talað fyrir því á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samningaviðræðum síðustu ára að það ætti að teygja sig til hins ítrasta til að mæta sanngjörnum kröfum kennara.Árangurinn er sá að tekist hefur að brúa þann mun sem var á kjörum kennara og annarra háskólamenntaðra hópa sem starfa hjá borginni. Þetta má sjá á meðfylgjandi myndum. Eins og hér sést hafa dagvinnulaun kennara hækkað umfram laun annarra háskólamenntaðra í störfum hjá borginni frá 2014. Á sama hátt hafa launahækkanir kennara verið meiri en annarra háskólamenntaðra hjá borginni á sama tímabili og halda í við hækkun launa á almennum markaði. Rétt er að halda til haga að á móti hluta af þessum hækkunum kom sala réttinda sem kom sveitarfélögunum til góða.En baráttunni er ekki lokið og við erum samherjar í því að berjast fyrir enn betri kjörum kennara. Við höfum alltof lengið búið við brenglað gildismat í samfélaginu hvað varðar launakjör mismunandi hópa, þar sem t.d. störf í fjármálageiranum eru mun betur metin til launa en störf í mennta- og velferðarþjónustunni. Þarna er ábyrgð ríkisins mikil og nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að leiðrétta þessa brenglun. Metnaður okkar og forgangsmál í meirihluta borgarstjórnar er að búa vel að okkar kennurum, bæði varðandi laun og starfsumhverfi. Þess vegna höfum við bætt 9 milljörðum króna í menntakerfið í borginni á kjörtímabili, þar af 7 milljörðum í hærri laun starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Með því viljum við sýna í verki að við metum ykkar mikilvægu störf að verðleikum og á sama tíma þurfum við að vinna að því að laða fleiri til kennarastarfa í Reykjavíkurborg, sem ég þreytist ekki á að minna á að eru einhver þau mikilvægustu í íslensku samfélagi.Skúli Helgasonborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Opið bréf til Skúla Helgasonar Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja. 18. janúar 2018 08:15 Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. Þú fjallar þar um kjarabaráttu kennara og spyrð mig einfaldrar spurningar, hvort ég muni beita mér fyrir kjarabótum grunnskólakennara. Við því er einfalt svar og skýrt: Já, ég mun gera það. Það hef ég reyndar gert frá því ég tók sæti í borgarstjórn árið 2014 og reyndar fyrir þann tíma. Það er því ekki rétt sem þú segir í bréfinu að ég og mínir félagar hafi „staðið gegn launaleiðréttingu kennara hingað til“.Þvert á móti, við hjá borginni höfum sérstaklega talað fyrir því á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samningaviðræðum síðustu ára að það ætti að teygja sig til hins ítrasta til að mæta sanngjörnum kröfum kennara.Árangurinn er sá að tekist hefur að brúa þann mun sem var á kjörum kennara og annarra háskólamenntaðra hópa sem starfa hjá borginni. Þetta má sjá á meðfylgjandi myndum. Eins og hér sést hafa dagvinnulaun kennara hækkað umfram laun annarra háskólamenntaðra í störfum hjá borginni frá 2014. Á sama hátt hafa launahækkanir kennara verið meiri en annarra háskólamenntaðra hjá borginni á sama tímabili og halda í við hækkun launa á almennum markaði. Rétt er að halda til haga að á móti hluta af þessum hækkunum kom sala réttinda sem kom sveitarfélögunum til góða.En baráttunni er ekki lokið og við erum samherjar í því að berjast fyrir enn betri kjörum kennara. Við höfum alltof lengið búið við brenglað gildismat í samfélaginu hvað varðar launakjör mismunandi hópa, þar sem t.d. störf í fjármálageiranum eru mun betur metin til launa en störf í mennta- og velferðarþjónustunni. Þarna er ábyrgð ríkisins mikil og nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að leiðrétta þessa brenglun. Metnaður okkar og forgangsmál í meirihluta borgarstjórnar er að búa vel að okkar kennurum, bæði varðandi laun og starfsumhverfi. Þess vegna höfum við bætt 9 milljörðum króna í menntakerfið í borginni á kjörtímabili, þar af 7 milljörðum í hærri laun starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Með því viljum við sýna í verki að við metum ykkar mikilvægu störf að verðleikum og á sama tíma þurfum við að vinna að því að laða fleiri til kennarastarfa í Reykjavíkurborg, sem ég þreytist ekki á að minna á að eru einhver þau mikilvægustu í íslensku samfélagi.Skúli Helgasonborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar