ASÍ ætlar að þvinga Primera Air að samningaborðinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2018 18:41 Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. Fjórir fundir hafa verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara án þess að fulltrúar Primera hafi látið sjá sig á þeim fundum. Félagsdómur úrskurðaði í nóvember að boðuð vinnustöðvun Flugfreyjufélags Íslands væri ólögmætt þar sem deilu félagsins við Primera Air hefði aldrei verið vísað til Ríkissáttasemjara til úrlausnar. Forráðamenn Primera telja sig ekki vera á íslenskum vinnumarkaði. Félagið hafi heldur enga flugliða á launaskrá og því séu engir starfsmenn hjá félaginu félagar í Flugfreyjufélagi Íslands. Þess vegna sé ekki um neitt að semja við Primera Air á Íslandi. Magnús Norðdahl lögfræðingur Alþýðusambandsins segir persónuverndarlög verja aðild fólks að verkalýðsfélögum. „Verkalýðshreyfingin er nú einmitt starfandi og verkalýðsfélög voru stofnuð til þess að verja einstaklinga. Þannig að þú þurfir ekki að etja einstaklingum fram í átökum við atvinnurekendur. Þess vegna semjum við sameiginlega í kjarasamningum. Þess vegna er það að krefjast að lagðir séu fram nafnalistar yfir félagsmenn í Flugfreyjufélaginu í þessu sambandi fáránlegt,“ segir Magnús. Þegar reynt er að ná sambandi við fyrirtækið svarar þjónustufulltrúi í útlöndum sem veit ekki hvort Primera hafi yfirleitt skrifstofu, hvar hún þá væri og hefur engar upplýsingar um hvernig hægt væri að ná sambandi við forráðamenn fyrirtækisins. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir Primera ekki hafa sent fulltrúa sína á fjóra boðaða samningafundi með fulltrúum Flugfreyjufélagins hjá Ríkissáttasemjara. „Vandinn í þessu máli er þessi ágreiningur um hvort að fyrirtækið tilheyri íslenskum vinnumarkaði. Ég vonast til að úr honum verði leyst fyrr eða síðar. Það er ekki á mínu borði. Það yrði væntanlega Félagsdómur sem myndi skera úr um það. Vonandi skýrist það fyrr en síðar og við kannski metum okkar stöðu líka í ljósi þess,“ segir Bryndís. Í yfirlýsingu boðar Primera einmitt að félagið muni vísa málinu til Félagsdóms en næsti samningafundur hefur verið boðaður hinn 7. febrúar.Segir Primera eiga að lúta sömu reglum og önnur flugfélögFélagið fær alla sína flugliða í gegnum erlenda starfsmannaleigu sem Magnús Norðdahl segir Alþýðusambandinu ekki hafa tekist að finna. „Við teljum að þeir séu á íslenskum vinnumarkaði einfaldlega vegna þess að þetta er fyrirtæki skráð á evrópska efnahagssvæðinu sem kemur til Íslands til að veita þjónustu á Íslandi og frá Íslandi. Er hér með starfsmenn í tvo til þrjá mánuði í einu. Er að fljúga farþegum frá Íslandi og til baka í nákvæmlega sömu starfsemi og aðrir eru að rækja hér á Íslandi. Sem telja sig og heyra undir íslenskan vinnumarkað. Um þá gilda bara ekkert aðrar reglur en um önnur fyrirtæki sem starfa á Íslandi,“ segir Magnús. Önnur erlend flugfélög sem fljúgi til Íslands skrái sig í öðrum löndum og geri starfsemi sína út frá þeim og fari að lögum þeirra landa. En Primera geri út frá Íslandi varðandi flug þaðan.Hvað getur það gengið lengi að einungis annar aðilinn mæti til samningafunda?„Að lokum kemur að því að aðili sest til samninga. Til þess þarf þá að þvinga hann. Það er það sem er í gangi núna og við erum að undirbúa að það verði farið af stað að nýju með verkfallsaðgerðir á hendur þessu fyrirtæki,“ segir Magnús. Boðað verði til þeirra aðgerða á næstunni. Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. Fjórir fundir hafa verið haldnir hjá Ríkissáttasemjara án þess að fulltrúar Primera hafi látið sjá sig á þeim fundum. Félagsdómur úrskurðaði í nóvember að boðuð vinnustöðvun Flugfreyjufélags Íslands væri ólögmætt þar sem deilu félagsins við Primera Air hefði aldrei verið vísað til Ríkissáttasemjara til úrlausnar. Forráðamenn Primera telja sig ekki vera á íslenskum vinnumarkaði. Félagið hafi heldur enga flugliða á launaskrá og því séu engir starfsmenn hjá félaginu félagar í Flugfreyjufélagi Íslands. Þess vegna sé ekki um neitt að semja við Primera Air á Íslandi. Magnús Norðdahl lögfræðingur Alþýðusambandsins segir persónuverndarlög verja aðild fólks að verkalýðsfélögum. „Verkalýðshreyfingin er nú einmitt starfandi og verkalýðsfélög voru stofnuð til þess að verja einstaklinga. Þannig að þú þurfir ekki að etja einstaklingum fram í átökum við atvinnurekendur. Þess vegna semjum við sameiginlega í kjarasamningum. Þess vegna er það að krefjast að lagðir séu fram nafnalistar yfir félagsmenn í Flugfreyjufélaginu í þessu sambandi fáránlegt,“ segir Magnús. Þegar reynt er að ná sambandi við fyrirtækið svarar þjónustufulltrúi í útlöndum sem veit ekki hvort Primera hafi yfirleitt skrifstofu, hvar hún þá væri og hefur engar upplýsingar um hvernig hægt væri að ná sambandi við forráðamenn fyrirtækisins. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir Primera ekki hafa sent fulltrúa sína á fjóra boðaða samningafundi með fulltrúum Flugfreyjufélagins hjá Ríkissáttasemjara. „Vandinn í þessu máli er þessi ágreiningur um hvort að fyrirtækið tilheyri íslenskum vinnumarkaði. Ég vonast til að úr honum verði leyst fyrr eða síðar. Það er ekki á mínu borði. Það yrði væntanlega Félagsdómur sem myndi skera úr um það. Vonandi skýrist það fyrr en síðar og við kannski metum okkar stöðu líka í ljósi þess,“ segir Bryndís. Í yfirlýsingu boðar Primera einmitt að félagið muni vísa málinu til Félagsdóms en næsti samningafundur hefur verið boðaður hinn 7. febrúar.Segir Primera eiga að lúta sömu reglum og önnur flugfélögFélagið fær alla sína flugliða í gegnum erlenda starfsmannaleigu sem Magnús Norðdahl segir Alþýðusambandinu ekki hafa tekist að finna. „Við teljum að þeir séu á íslenskum vinnumarkaði einfaldlega vegna þess að þetta er fyrirtæki skráð á evrópska efnahagssvæðinu sem kemur til Íslands til að veita þjónustu á Íslandi og frá Íslandi. Er hér með starfsmenn í tvo til þrjá mánuði í einu. Er að fljúga farþegum frá Íslandi og til baka í nákvæmlega sömu starfsemi og aðrir eru að rækja hér á Íslandi. Sem telja sig og heyra undir íslenskan vinnumarkað. Um þá gilda bara ekkert aðrar reglur en um önnur fyrirtæki sem starfa á Íslandi,“ segir Magnús. Önnur erlend flugfélög sem fljúgi til Íslands skrái sig í öðrum löndum og geri starfsemi sína út frá þeim og fari að lögum þeirra landa. En Primera geri út frá Íslandi varðandi flug þaðan.Hvað getur það gengið lengi að einungis annar aðilinn mæti til samningafunda?„Að lokum kemur að því að aðili sest til samninga. Til þess þarf þá að þvinga hann. Það er það sem er í gangi núna og við erum að undirbúa að það verði farið af stað að nýju með verkfallsaðgerðir á hendur þessu fyrirtæki,“ segir Magnús. Boðað verði til þeirra aðgerða á næstunni.
Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44
Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45