Rútufargjöld til Keflavíkurflugvallar gætu hækkað um allt að fjórðung Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2018 18:45 Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Rútufargjöld til og frá Keflavíkurflugvelli gætu hækkað um allt að fjórðung á næstu mánuðum vegna útboðs á eftirsóttum stæðum við flugvöllinn og aukinnar gjaldtöku. Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá ISAVIA segir plássleysi koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á fleiri stæði. Kynnisferðir og Hópbílar buðu best í útboði ISAVIA á sex rútustæðum við komusal Keflavíkurflugvallar þar sem haldið er uppi áætlunarferðum til Reykjavíkur. Rútufyrirtækið Gray Line missir því sína aðstöðu á svæðinu. Vefsíðan turisti.is hefur fjallað um málið en þar segir fyrirtækin tvö greiði ISAVIA alls um 285 milljónir króna ári fyrir stæðin. Þetta sé dýrara en áður hafi verið og muni skila sér í hærri fargjöldum. Verð gæti þannig hækkað um allt að 25 prósent. „Það sýndi sig að þetta er greinilega eftirsóknarverður markaður þar sem tilboðin voru mjög góð og við erum að fá ákveðna veltutengingu eða við fáum ákveðna leigu sem hlutfall af veltu hjá þessum aðilum,“ segir Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar Hlynur segir að ISAVIA sé í raun skylt að bjóða út stæðin með þessum hætti. Hann segir að rúturnar séu enn hagkvæmasti kosturinn fyrir farþega en það séu fyrirtækin sjálf sem ákveði verð á fargjaldi. „Hvort að þessir aðilar, sem eru í samkeppni, þurfi að hækka eða ekki eru í raun undir þeim sjálfum komið,“ segir Hlynur. ISAVIA hefur einnig ákveðið að rukka hópferðabíla sérstaklega um 19.900 krónur í hvert skipti sem þeir sækja farþega. Gray Line hefur kært þetta til Samkeppniseftirlitsins og telur þetta ekki í samræmi við gjaldtöku á flugvöllum erlendis. Hlynur segir erfitt að skapa pláss við flugstöðina fyrir fleiri rútufyrirtæki. „Miðað við núverandi umferðarskipulag og aðstöðu á svæðinu þá er ekki hægt að koma fyrir fleiri aðilum,“ segir Hlynur.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira