Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2018 06:45 Það hefur ekki blásið byrlega fyrir flugfélagið að undanförnu. vísir/hörður Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. Boðað var til fundar í gær, vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi, en sömu sögu var að segja. Enginn fulltrúi frá Primera mætti á fundinn. Hefur því verið boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir skrifstofustjóra ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins sé fordæmalaust. „Það hefur aldrei gerst í sögu embættisins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir í samtali við blaðið.Sjá einnig: Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarkiÞar er jafnframt rætt við deildarstjóra lögfræðideildar Alþýðusambandsins, en ASÍ kemur fram fyrir hönd flugfreyjufélagsins. Bendir hann á að ríkissáttasemjari hafi „ekkert lagalegt úrræði til þess að draga Primera Air að samningaborðinu,“ þó svo að félaginu sé skylt samkvæmt lögum að mæta. Því sé öðruvísi farið í sumum grannríkjum okkar þar sem sáttasemjari getur gefið út eitthvað í líkingu við handtökuskipun. Deildarstjórinn segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið að Primera Air hafi lengi litið svo að flugfélaginu bæri „bæri engin skylda til þess að semja við verkalýðsfélög hér á landi varðandi flugliða,“ þrátt fyrir að lögheimilisfesti launþega eigi að ráða hvaða kjarasamningar gilda. Félagsdómur dæmdi verkfall flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 frá því í maí á síðasta ári um baráttu flugliða við Primera Air. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. Boðað var til fundar í gær, vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi, en sömu sögu var að segja. Enginn fulltrúi frá Primera mætti á fundinn. Hefur því verið boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir skrifstofustjóra ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins sé fordæmalaust. „Það hefur aldrei gerst í sögu embættisins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir í samtali við blaðið.Sjá einnig: Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarkiÞar er jafnframt rætt við deildarstjóra lögfræðideildar Alþýðusambandsins, en ASÍ kemur fram fyrir hönd flugfreyjufélagsins. Bendir hann á að ríkissáttasemjari hafi „ekkert lagalegt úrræði til þess að draga Primera Air að samningaborðinu,“ þó svo að félaginu sé skylt samkvæmt lögum að mæta. Því sé öðruvísi farið í sumum grannríkjum okkar þar sem sáttasemjari getur gefið út eitthvað í líkingu við handtökuskipun. Deildarstjórinn segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið að Primera Air hafi lengi litið svo að flugfélaginu bæri „bæri engin skylda til þess að semja við verkalýðsfélög hér á landi varðandi flugliða,“ þrátt fyrir að lögheimilisfesti launþega eigi að ráða hvaða kjarasamningar gilda. Félagsdómur dæmdi verkfall flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 frá því í maí á síðasta ári um baráttu flugliða við Primera Air.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30