Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2018 21:00 Leiðtogar norsku ríkisstjórnarinnar fyrir utan konungshöllina í Osló í dag. Siv Jensen fjármálaráðherra til vinstri, Erna Solberg forsætisráðherra í miðið og Trine Skei Grande menntamálaráðherra til hægri. Mynd/TV-2, Noregi. Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55
Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01