Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2018 21:00 Leiðtogar norsku ríkisstjórnarinnar fyrir utan konungshöllina í Osló í dag. Siv Jensen fjármálaráðherra til vinstri, Erna Solberg forsætisráðherra í miðið og Trine Skei Grande menntamálaráðherra til hægri. Mynd/TV-2, Noregi. Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55
Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01