Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2018 18:34 Jón Páll Hreinsson með skóflu í hönd í Bolungarvík. Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST
Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira